Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. október 2024 15:03 Hafrannsóknarstofnun gefur áformum þýska fyrirtækisins Heidelberg um efnistöku og uppbyggingu við Þorlákshöfn falleinkunn. Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelbergkveður fyrirtækið hafa mætt stofnuninni í fyrri umsögn. Nú sé verið að fara yfir síðara mat hennar. Vísir Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn. Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Áform þýska sementsfyrirtækisins Heidelbergs um að reisa mölunarverksmiðju við Þorlákshöfn hafa verið umdeild hjá íbúum og ýmsum fyrirtækjum á svæðinu frá því þau voru kynnt fyrir rúmum tveimur árum. Sækja á efnið að mestu í sjávarnámur úti fyrir landi. Þá á að byggja nýja höfn samhliða framkvæmdinni. Íbúakosningu um skipulag svæðisins sem átti að fara fram í sumar var frestað eftir að First Water gerði athugasemdir við uppbyggingaráformin. Þá hefur Vestmanneyjarbær gert alvarlegar athugasemdir. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu um uppbygginguna í maí. Fram kom að uppbyggingin uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Athugasemdir voru hins vegar gerðar við sjónræn áhrif og bent á mikilvægi þess að lífríkið á svæðinu verði vaktað. Þá lýsti stofnunin áhyggjum af stöðu grunnvatns á svæðinu. Stofnunin óskaði svo eftir umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem skilaði umsögn sinni í síðustu viku. Leggjast alfarið gegn framkvæmdinni Þar leggst Hafró alfarið gegn efnistöku af hafsbotni við Landeyjar í umsögn sem telur þrettán blaðsíður. Framkvæmdin sé stórskala og án fordæma hér á landi. Hafró vísar til fyrri úrskurðar um að efnisnámið geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Jónas Páll Jónasson er sviðsstjóri Botnsjávarsviðs Hafró. „Afstaða stofnunarinnar er neikvæð gagnvart framkvæmdinni. Heildaráhrifin hennar eru neikvæð að okkar mati.Í fyrsta lagi er það umfang efnistökunnar á svæðinu en það er mikilvægt fyrir hrygningu okkar helstu nytjategunda eins og loðnu og þorsks. Þarna eru líka sandsílasvæði. Þetta snýr líka að strandrofi því þarna er áformað að taka mikið magn efnis. Við gerðum sambærilegar athugasemdir í fyrstu umsögn okkar. Heidelberg svaraði en við teljum fyrirtækið sé enn þá langt frá því að uppfylla skilyrði okkar,“ segir Jónas. Engin lagarammi til um eftirlit Þá gerir Hafrannsóknarstofnun athugasemd við að engin lög eða reglugerðir séu til um eftirlit með framkvæmdinni. Jónas segir fleiri vankanta á framkvæmdinni. „Það losnar mikið af fínu efni í efnistöku eins og þarna er fyrirhuguð sem við teljum að geti haft mjög slæm áhrif á lífríki á svæðinu,“ segir hann. Umsögnin bæti ekki miklu við Þorsteinn J. Víglundsson talsmaður Heidelberg hér á landi segir að fyrirtækið telji sig hafa komið á móts við Hafrannsóknarstofnun. „Við gagnrýndum mikið fyrri umsögn Hafró og teljum þessa umsögn ekki bæta miklu við. Við höfum komið á móts við áhyggjur sem komu fram í fyrsta áliti stofnunarinnar. Í stuttu málið virðist okkur að þarna sé vel hægt að vinna það efnismagn sem við leggjum til eftir fyrri umsögnina án þess að það hafi áhrif á lífríki og umhverfi. Við erum að klára að fara yfir síðara matið. Eftir það tekur Skipulagsstofnun málið til umfjöllunar og svo er leyfisumsögn á borði Orkustofnunar,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Stóriðja Deilur um iðnað í Ölfusi Umhverfismál Námuvinnsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira