Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í húsinu og skapar notalega stemningu á heimilinu. Ásett verð er 167,5 milljónir.

Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými. Þaðan er útgengt á timburverönd sem snýr í suðvestur.
Í stofunni eru tvær sérsmíðaðar bókahillur sem ná upp í loft með innfelldri lýsingu. Í loftum er dökk viðarklæðning með hljóðdempandi eiginleika sem gefur rýminu mikinn glæsibrag.
Innréttingasmíðin í húsinu er hin vandaðasta þar sem unnið er með spónlagða eik og óreglulegar standandi fræsingar sem gefur skemmtilega áferð. Í eldhúsinu er steinn á borðum og vönduð eldhústæki.
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi.





