Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 07:03 Fyrirliðinn Krystian Bielik tekur enga fanga. Catherine Ivill/Getty Images Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira