Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 07:03 Fyrirliðinn Krystian Bielik tekur enga fanga. Catherine Ivill/Getty Images Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira