Versta byrjun í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 22:30 Leikmenn Vejle hafa ekki haft margar ástæður til að fagna á leiktíðinni. Vejle Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira