Bein útsending: Assange lætur í sér heyra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 05:31 Assange játaði í sumar brot á ákvæðum njósnalaga þegar hann lak þúsundum skjala á Wikileaks. Fyrir það hlaut hann jafnlangan dóm og hann hefur þegar afplánað í Bretlandi í Belmarsh fangelsinu, eða um fimm ár. Honum var sleppt og flaug rakleiðis til Ástralíu. Vísir/EPA Julian Assange ávarpar laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsins klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur opinberlega fram síðan hann var fangelsaður fyrir fimm árum. Fundinum er streymt í beinni útsendingu og má sjá streymið að neðan. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, fer með framsögu um skýrslu og drög að ályktun um varðhaldið á Assange og kælandi áhrifum þess á vernd mannréttinda á þingfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg í fyrramálið. Fundurinn hefst klukkan átta í fyrramálið. Fram kemur í tilkynningu frá Pírötum að Assange hafi lýst ánægju með efni ályktunarinnar. „Evrópuráðið stendur fyrir vernd mannréttinda, varðveislu réttarríkisins og varðstöðu um lýðræðið og þessi ályktun er mikilvægur liður í því verkefni. Evrópuráðsþingið stendur vörð um tjáningar- og fjölmiðlafrelsið um heim allan og hafnar því alfarið að blaðamenn séu sóttir til saka fyrir það eitt að stunda blaðamennsku. Markmiðið með ályktuninni er að koma í veg fyrir að þær ofsóknir sem Julian Assange þurfti að sæta fyrir að opinbera sannleikann verði aldrei endurteknar, það er því mjög mikilvægt að ályktunin verði samþykkt á miðvikudaginn kemur,“ segir Þórhildur Sunna við tilefnið. Skýrslan og drög að ályktuninni verða rædd í fyrramálið áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu. Mál Julians Assange Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fundinum er streymt í beinni útsendingu og má sjá streymið að neðan. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, fer með framsögu um skýrslu og drög að ályktun um varðhaldið á Assange og kælandi áhrifum þess á vernd mannréttinda á þingfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg í fyrramálið. Fundurinn hefst klukkan átta í fyrramálið. Fram kemur í tilkynningu frá Pírötum að Assange hafi lýst ánægju með efni ályktunarinnar. „Evrópuráðið stendur fyrir vernd mannréttinda, varðveislu réttarríkisins og varðstöðu um lýðræðið og þessi ályktun er mikilvægur liður í því verkefni. Evrópuráðsþingið stendur vörð um tjáningar- og fjölmiðlafrelsið um heim allan og hafnar því alfarið að blaðamenn séu sóttir til saka fyrir það eitt að stunda blaðamennsku. Markmiðið með ályktuninni er að koma í veg fyrir að þær ofsóknir sem Julian Assange þurfti að sæta fyrir að opinbera sannleikann verði aldrei endurteknar, það er því mjög mikilvægt að ályktunin verði samþykkt á miðvikudaginn kemur,“ segir Þórhildur Sunna við tilefnið. Skýrslan og drög að ályktuninni verða rædd í fyrramálið áður en gengið verður til atkvæðagreiðslu.
Mál Julians Assange Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Píratar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira