Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:16 Afturelding losaði Mosfellsbæ við þann stimpil á laugardag, að vera stærsti bær landsins sem aldrei hefði átt lið í efstu deild karla í fótbolta. vísir/Anton Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður. Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður.
Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fleiri fréttir Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Sjá meira