„Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 15:42 Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands. Vísir/Einar „Mér fannst ég þurfa gera eitthvað til að vinna úr þessu. Ég hef nú ekki enn þá, síðan að bókin kom út, hitt einhvern karlmann sem ekki þykist vera ringlaður. Það voru alls konar skilaboð sem við karlmenn fengum, misvísandi eins og gengur. Við áttum eftir að vinna úr þessu, karlmenn sem hópur.“ Þetta segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Rúnar gaf nýlega út bókina „Þú ringlaði karlmaður, tilraun til kerfisuppfærslu“ sem hefur vakið þó nokkra athygli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. „Er þetta eitthvað femínista kjaftæði?“ Hann segir skrifin hafa komið til í kjölfar MeToo byltingarinnar sem hann upplifði á sínum tíma sem ákveðið högg fyrir karlamenningu. Hann skrifaði bókina til að vinna úr byltingunni svo að karlmenn geti betur tekið hana til sín og „uppfært sig“. „Eftir á að hyggja var þetta í raun ekkert ósvipað bankahruninu. Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar. Ég upplifði það þannig og kannski var ég bara svona blautur á bak við eyrun að mig grunaði ekki að þetta væri svo slæmt.“ Þegar Rúnar vísar til ringlaðra karlmanna á hann við að karlmenn hafa ekki náð að staðsetja sig í nýrri heimsmynd og nýju kerfi eftir byltinguna og breytt viðhorf sem hefur fylgt síðustu árum. „Konur og femínistar hafa ýtt kerfinu á annan stað og það má segja að þau hafi núna undirtökin í orðræðunni. Mér finnst við ekki hafa svarað því almennilega og kannski fyrst og fremst því við erum ringlaðir og vitum ekki hvernig á að svara því. Við höfum kannski fyrst og fremst svarað því með því að fara í vörn og vissa afneitun. Ég hitti mann sem sagði við mig: „Varstu að gefa út bók? Er þetta eitthvað femínista kjaftæði? Þá þarf ég ekkert að lesa þetta!“ Þetta er oft viðbrögðin.“ „Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda“ Hann hvetur karlmenn til að kynna sér hlutina almennilega og taka þátt í orðræðunni. Hann áréttar að hann sé ekki að andmæla MeToo byltingunni eða breyttu landslagi. Rúnar byggir mikið á sinni eigin ævi og reynslu sinni á þessu sviði. Hann segist hafa verið óöruggur fyrst um sinn eftir MeToo byltinguna og bendir á að tveir þriðju af nemendum hans eru kvenkyns. „Ég veit á þeim tímapunkti ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Viðmiðið var að hreyfast til og mér fannst ég ekki vera búinn að læra á þessi nýju viðmið. Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. Mér fannst ég bara vera einn af þessum pínulitlu köllum sem að Stuðmenn syngja um. Alltaf verið að basla í þessum listageira en eintómt basl eins og fólk veit svo mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. En það er einmitt málið, við vitum ekki að því. Ég fer í gegnum svoleiðis atriði í bókinni þegar maður veit ekki af sínum forréttindum.“ Fjallar um mál er varða svefnherbergið Rúnar segir að þó að hann sé búinn að skrifa bók um málið sé hann enn að stoppa sig af þegar hann talar. Hann segir hið karlæga kerfi eiga það til að tala í gegnum okkur. „Það kom kona í útgáfuhófið og hún tilkynnti sér að maðurinn sinn hefði ekki getað komið og ég sagði: „En hann sendi betri helminginn.“ Hann sendi. Eins og hann hafði valdið því, auðvitað kom hún af sjálfsdáðum og ég áttaði mig á því um leið og ég sagði það. Þarna er þetta kerfi að tala í gegnum okkur.“ Hann segir mikilvægt að læra inn á kerfið svo að öll kyn geti lært að njóta þess betur að vera saman. Í bókinni fjallar Rúnar um mál er varða vinnumarkaðinn, dómskerfið og svefnherbergið. Rúnar ítrekar að hann sé alls ekki með öll svörin en vonast til þess að opna umræðuna. MeToo Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Þetta segir Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor við Háskóla Íslands, í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Rúnar gaf nýlega út bókina „Þú ringlaði karlmaður, tilraun til kerfisuppfærslu“ sem hefur vakið þó nokkra athygli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. „Er þetta eitthvað femínista kjaftæði?“ Hann segir skrifin hafa komið til í kjölfar MeToo byltingarinnar sem hann upplifði á sínum tíma sem ákveðið högg fyrir karlamenningu. Hann skrifaði bókina til að vinna úr byltingunni svo að karlmenn geti betur tekið hana til sín og „uppfært sig“. „Eftir á að hyggja var þetta í raun ekkert ósvipað bankahruninu. Þetta er eiginlega bankahrun karlmennskunnar. Ég upplifði það þannig og kannski var ég bara svona blautur á bak við eyrun að mig grunaði ekki að þetta væri svo slæmt.“ Þegar Rúnar vísar til ringlaðra karlmanna á hann við að karlmenn hafa ekki náð að staðsetja sig í nýrri heimsmynd og nýju kerfi eftir byltinguna og breytt viðhorf sem hefur fylgt síðustu árum. „Konur og femínistar hafa ýtt kerfinu á annan stað og það má segja að þau hafi núna undirtökin í orðræðunni. Mér finnst við ekki hafa svarað því almennilega og kannski fyrst og fremst því við erum ringlaðir og vitum ekki hvernig á að svara því. Við höfum kannski fyrst og fremst svarað því með því að fara í vörn og vissa afneitun. Ég hitti mann sem sagði við mig: „Varstu að gefa út bók? Er þetta eitthvað femínista kjaftæði? Þá þarf ég ekkert að lesa þetta!“ Þetta er oft viðbrögðin.“ „Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda“ Hann hvetur karlmenn til að kynna sér hlutina almennilega og taka þátt í orðræðunni. Hann áréttar að hann sé ekki að andmæla MeToo byltingunni eða breyttu landslagi. Rúnar byggir mikið á sinni eigin ævi og reynslu sinni á þessu sviði. Hann segist hafa verið óöruggur fyrst um sinn eftir MeToo byltinguna og bendir á að tveir þriðju af nemendum hans eru kvenkyns. „Ég veit á þeim tímapunkti ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Viðmiðið var að hreyfast til og mér fannst ég ekki vera búinn að læra á þessi nýju viðmið. Mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. Mér fannst ég bara vera einn af þessum pínulitlu köllum sem að Stuðmenn syngja um. Alltaf verið að basla í þessum listageira en eintómt basl eins og fólk veit svo mér fannst ég ekki hafa notið neinna forréttinda. En það er einmitt málið, við vitum ekki að því. Ég fer í gegnum svoleiðis atriði í bókinni þegar maður veit ekki af sínum forréttindum.“ Fjallar um mál er varða svefnherbergið Rúnar segir að þó að hann sé búinn að skrifa bók um málið sé hann enn að stoppa sig af þegar hann talar. Hann segir hið karlæga kerfi eiga það til að tala í gegnum okkur. „Það kom kona í útgáfuhófið og hún tilkynnti sér að maðurinn sinn hefði ekki getað komið og ég sagði: „En hann sendi betri helminginn.“ Hann sendi. Eins og hann hafði valdið því, auðvitað kom hún af sjálfsdáðum og ég áttaði mig á því um leið og ég sagði það. Þarna er þetta kerfi að tala í gegnum okkur.“ Hann segir mikilvægt að læra inn á kerfið svo að öll kyn geti lært að njóta þess betur að vera saman. Í bókinni fjallar Rúnar um mál er varða vinnumarkaðinn, dómskerfið og svefnherbergið. Rúnar ítrekar að hann sé alls ekki með öll svörin en vonast til þess að opna umræðuna.
MeToo Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira