Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Magdeburg sem átti auðvitað ekki í neinum vandræðum með að vinna Bandaríkjamennina. Staðan í hálfleik var 28-14.
Lukas Mertens skoraði heil sextán mörk fyrir Magdeburg og Isak Persson var með tíu. Magdeburg þarf þó enn að vinna Khaleej frá Sádi-Arabíu til að vinna sinn riðil og komast í undanúrslit en það ætti ekki að reynast mikið mál.
Veszprém ætti sömuleiðis að eiga greiða leið í undanúrslit en liðið var 22-6 yfir í hálfleik gegn Taubaté í dag og vann svo með 26 marka mun eins og fyrr segir. Aðeins Hugo Descat skoraði fleiri mörk en Bjarki og var markahæstur með tíu mörk.
Veszprém dugar jafntefli gegn egypska liðinu Zamalek á morgun til að vinna sinn riðil og komast í undanúrslitin.