God of War Ragnarök á PC: Kratos er enn klikkaður Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 14:43 Santa Monica Studio Það ætti ekki að koma neinum á óvart að God of War Ragnarök er enn þá frábær leikur, sama hvort hann sé spilaður í PlayStation eða PC-tölvu. Kratos er enn klikkaður og leikurinn stendur enn meðal þeirra allra bestu. Þetta er enn ein vel heppnuð PC-útgáfa Sony á leik sem er upprunalega eingöngu fáanlegu á PlayStation. Meðal fyrri leikja þar sem þetta skref hefur verið tekið má nefna Ghost of Tsushima og Spider-Man: Miles Morales. God of War Ragnarök fjallar um gríska stríðsguðinn Kratos og son hans Atreus/Loka og illdeilur þeirra við norrænu guðina. Hann gerist nokkrum árum eftir síðasta leik. Fimbulvetur virðist óhjákvæmilegur, sem er ein afleiðing þess að Kratos drap Baldur í síðasta leik og feðgarnir eiga í mörgum öðrum og fjölbreyttum vandamálum. Ég hef í rauninni ekki miklu að bæta við um GOWR frá því ég skrifaði einstaklega góða umfjöllun um þennan frábæra leik árið 2022 en ég mun þó gera mitt besta til að skrifa eitthvað. Sjá einnig: God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Santa Monica Studios gerðu God of War Ragnarök upprunalega en starfsmenn Jetpack Interactive hafa tekið þátt í því að koma leiknum í PC-tölvur heimsins. PC útgáfa GOWR býður upp á bætta grafík, ef fólk á tölvur sem ráða við það. Ég er því miður ekki einn þeirra. Einnig er hægt að gera ýmsar stillingar sem geta gert fólk auðveldara með að spila leikinn. Santa Monica Studio Þá er einnig boðið upp á það að fækka tilfellum þar sem aðrar persónur hjálpa manni að leysa þrautir leiksins, svo eitthvað sé nefnt. Það sem var ekki gert, og er eiginlega skömmustulegt, var að íslenskan var ekki betrumbætt. Í báðum nýju God of War leikjunum hefur íslenska tungumálið verið svívirt hrottalega. Saga Ragnarök er mjög skemmtileg, það hefur ekki breyst. Atreus er orðinn ungur maður/guð og vill finna sinn sess í heiminum og þeim spádómum sem móðir hans og Jötnarnir skildu eftir fyrir þá. Hann hefur verið að laumast út á eigin spýtur til að reyna að finna svör við þeim spurningum sem á honum brenna. Bardagakerfið er sömuleiðis enn frábært. Ég hef þó reynt að halda mig við að gera þetta með mús og lyklaborði, fyrst maður er að spila þetta í PC-tölvu en það getur verið merkilega erfitt, enda er á marga takka að þrýsta og þarf maður stundum að hafa hraðann á. Santa Monica Studio Þá er GOWR að mjög mörgu leyti hefðbundinn RPG-leikur. Fyrir að drepa óvini og leysa þratir fær Kratos reynslustig og þau notar hann til að læra betri árásir og brögð til að drepa fleiri óvini og hraðar. Hann notar sömuleiðis muni sem hann fær frá dauðum óvinum til að betrumbæta vopn sín og brynjur. Hann gerist í að mestu í tiltölulega smáum opnum heimum sem þarf að skoða nokkrum sinnum í gegnum spilun leiksins, því þegar Kratos lærir nýjar brellur eða betrumbætir vopn sín geta ný svæði þessa heima opnast fyrir hann. Santa Monica Studio Samantekt-ish Þessi grein er í styttri kantinum, einfaldlega því það er ekkert allt of mikið að segja frá því ég sagði það síðast. Þessi leikur er klikkaður og ég get ekki ímyndað mér að þeir sem hafi ekki spilað hann á PS5, muni ekki hafa gaman af því að spila hann á PC. Við gefum 2022-Samma orðið, þeim drullusokki: „God of War Ragnarök er einfaldlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað og sagan er gjörsamlega frábær, þó ég sé ekki alveg búinn með hana enn.“ Leikjadómar Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þetta er enn ein vel heppnuð PC-útgáfa Sony á leik sem er upprunalega eingöngu fáanlegu á PlayStation. Meðal fyrri leikja þar sem þetta skref hefur verið tekið má nefna Ghost of Tsushima og Spider-Man: Miles Morales. God of War Ragnarök fjallar um gríska stríðsguðinn Kratos og son hans Atreus/Loka og illdeilur þeirra við norrænu guðina. Hann gerist nokkrum árum eftir síðasta leik. Fimbulvetur virðist óhjákvæmilegur, sem er ein afleiðing þess að Kratos drap Baldur í síðasta leik og feðgarnir eiga í mörgum öðrum og fjölbreyttum vandamálum. Ég hef í rauninni ekki miklu að bæta við um GOWR frá því ég skrifaði einstaklega góða umfjöllun um þennan frábæra leik árið 2022 en ég mun þó gera mitt besta til að skrifa eitthvað. Sjá einnig: God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Santa Monica Studios gerðu God of War Ragnarök upprunalega en starfsmenn Jetpack Interactive hafa tekið þátt í því að koma leiknum í PC-tölvur heimsins. PC útgáfa GOWR býður upp á bætta grafík, ef fólk á tölvur sem ráða við það. Ég er því miður ekki einn þeirra. Einnig er hægt að gera ýmsar stillingar sem geta gert fólk auðveldara með að spila leikinn. Santa Monica Studio Þá er einnig boðið upp á það að fækka tilfellum þar sem aðrar persónur hjálpa manni að leysa þrautir leiksins, svo eitthvað sé nefnt. Það sem var ekki gert, og er eiginlega skömmustulegt, var að íslenskan var ekki betrumbætt. Í báðum nýju God of War leikjunum hefur íslenska tungumálið verið svívirt hrottalega. Saga Ragnarök er mjög skemmtileg, það hefur ekki breyst. Atreus er orðinn ungur maður/guð og vill finna sinn sess í heiminum og þeim spádómum sem móðir hans og Jötnarnir skildu eftir fyrir þá. Hann hefur verið að laumast út á eigin spýtur til að reyna að finna svör við þeim spurningum sem á honum brenna. Bardagakerfið er sömuleiðis enn frábært. Ég hef þó reynt að halda mig við að gera þetta með mús og lyklaborði, fyrst maður er að spila þetta í PC-tölvu en það getur verið merkilega erfitt, enda er á marga takka að þrýsta og þarf maður stundum að hafa hraðann á. Santa Monica Studio Þá er GOWR að mjög mörgu leyti hefðbundinn RPG-leikur. Fyrir að drepa óvini og leysa þratir fær Kratos reynslustig og þau notar hann til að læra betri árásir og brögð til að drepa fleiri óvini og hraðar. Hann notar sömuleiðis muni sem hann fær frá dauðum óvinum til að betrumbæta vopn sín og brynjur. Hann gerist í að mestu í tiltölulega smáum opnum heimum sem þarf að skoða nokkrum sinnum í gegnum spilun leiksins, því þegar Kratos lærir nýjar brellur eða betrumbætir vopn sín geta ný svæði þessa heima opnast fyrir hann. Santa Monica Studio Samantekt-ish Þessi grein er í styttri kantinum, einfaldlega því það er ekkert allt of mikið að segja frá því ég sagði það síðast. Þessi leikur er klikkaður og ég get ekki ímyndað mér að þeir sem hafi ekki spilað hann á PS5, muni ekki hafa gaman af því að spila hann á PC. Við gefum 2022-Samma orðið, þeim drullusokki: „God of War Ragnarök er einfaldlega einn af bestu leikjum sem ég hef spilað og sagan er gjörsamlega frábær, þó ég sé ekki alveg búinn með hana enn.“
Leikjadómar Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira