Ríkisstjórnin sameini það versta frá bæði vinstri og hægri Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 12:33 Kristrún hér með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hún vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í nýrri grein á Vísi. vísir/vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ritar grein á Vísi þar sem hún segir meðal annars að ef störf standi ekki undir íslenskum kjörum þá eigi þau ekki erindi á íslenskum vinnumarkaði. Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.” Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Í grein sinni leggur Kristrún út af aðstæðum á vinnumarkaði í kjölfar fregna af vinnumansali og aðstöðu verkafólks. Hún segir ríkisstjórnina sameina það versta frá hvorum jaðri stjórnmálanna fyrir sig og hafi sofið á verðinum: „Þau hafa annars vegar staðið í vegi fyrir aukinni framleiðni og verðmætasköpun og hins vegar sofið á verðinum gagnvart félagslegum undirboðum og slæmri meðferð á launafólki.“ Verðmætasköpun verði að standa undir umsömdum launum Kristrún bendir á að verðmætasköpun í landinu verði að standa undir þeim kjörum sem samið er um í kjarasamningum og réttindi og aðstæður fólks verða að samræmast íslenskum lögum. Sú krafa gildir jafnt um Íslendinga og útlendinga sem hér vinna. Kristrún leggur meðal annars út af félagslegum undirboðum í grein sinni. „Stundum er látið eins og íslensk stjórnvöld geti ekkert gert til að hafa áhrif á fólksfjölgun og flutning fólks til Íslands vegna þess að við erum aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Það er alrangt,“ skrifar Kristrún. Félagsleg undirboð verði að stöðva Hún segir Ísland sjálfstætt ríki og þar setji landmenn sér sín eigin lög um um kjarasamninga, réttindi og aðstæður vinnandi fólks. Og taka eigi fast á félagslegum undirboðum. „Í öðru lagi hefur stefna stjórnvalda alltaf grundvallaráhrif á það hvers konar atvinnulíf byggist upp á Íslandi, og það getur ráðist jafnt af aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Skattkerfi og regluverk hefur mikið að segja. Í þriðja lagi skiptir máli að hagstjórnin ýti ekki undir hraðari og meiri fólksfjölgun en við stöndum undir.“ Og Kristrún vitnar máli sínu til stuðnings í nýtt rit Seðlabanka Íslands Fjármálastöðugleika 2024/2 þar sem segir: „Hagstjórn sem miðar að jafnvægi í þjóðarbúskapnum heldur aftur af fólksfjölgun. Ekki verður eingöngu stuðlað að jafnvægi á íbúðamarkaði á þenslutímum með auknu framboði, heldur einnig með því að tempra eftirspurn.”
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira