Laxalúsin sækir í sig veðrið fyrir vestan Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 11:11 Lúsétinn lax í kvíum Arctic fish í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir kajakræðari tók á sínum tíma áhrifaríkar myndir af því hversu grátt lúsin leikur laxinn í sjókvíum. Lúsin er í sókn og nú þarf að eitra. Veiga Grétarsdóttir Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með að fiskeldisfyrirtækin fyrir vestan fái að nota eitur til að eiga við laxalús. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir segir menn ekki vilja sjá stöðu sem uppi var í fyrra og lúsinni fjölgi. Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Nefndin hefur afgreitt nokkur erindi þar sem þau ráðleggja Matvælastofnun vegna umsóknar um leyfi til að lúsameðhöndla eldislaxa í sjókvíaeldi. Þarf að þétta nótina til að draga fiskinn í gegnum eitrunina Um er að ræða umsóknir sem varða lúsameðhöndlun á eldislaxi með Deltametrin í baðlausn, sem mun vera mest notaða skordýraeitur heims, fyrir meðal annars 8 kvíar í Tálknafirði en einnig í Patreksfirði og Dýrafirði. Í tveimur síðarnefndu fjörðunum varð ástandið óviðráðanlegt í fyrra og endaði með neyðarslátrun á 1,7 milljón eldislaxa og förgun þeirra. Nefndin segir að út frá fyrirliggjandi gögnum um núverandi stöðu og þróun mælir hún með því að fiskur í umræddum kvíum verði meðhöndlaður samkvæmt umsókn. En nefndin ítrekar jafnframt að ákveðin áhætta fylgi því að nota lyfið vegna ástands fisksins. Þorvaldur H. Þórðarson yfirdýralæknir er formaður nefndarinnar og hann segir þessa ráðleggingu hugsaða sem svo að böðun með lyfjum þarfnist ákveðinnar aðferðar. „Það er ekki beint lyfið sem hefur áhrif á fiskinn, heldur aðferðin. Yfirleitt er nótin dregin saman til að minnka rúmmálið og það getur haft áhrif á fiskinn, vatnsmagn og svo súrefni.“ Vilja ekki sama ástand og í fyrra en þangað stefnir lúsin Þá segir Þorvaldur að ekki sé hægt að líta hjá hliðarverkana sem varða sjávardýr í nágrenninu. „Við höfum verið íhaldssöm í að heimila eða mæla með notkun lyfjanna. Þetta var slæmt ár í fyrra, lúsin náði sér óheppilega á strik og olli talsvert miklum skaða. Lúsétinn lax í sjókví. Fisksjúkdómanefnd hefur mælt með því að eldisfyrirtækin fái að eitra fyrir lúsinni en með semingi þó, því aðferðin sem slík setur laxinn í háska.Veiga Grétarsdóttir Við erum kannski ekki komin þangað í dag. En ef ekkert er aðhafst gæti þetta farið þangað og þangað vilja menn ekki fara aftur. Það er alveg ljóst. Slæmt ástand sem skapaðist í fyrra, gríðarlegt tjón og ekki gott fyrir fiskinn,“ segir Þorvaldur. Að sögn fiskifræðingsins eru lýs kaldar á fisknum, svo fer fram talning og þar er tekið eitthvað meðaltal. „Við tökum viðmið og ýmsir þættir sem spila inn í það hvort þurfi að meðhöndla eða ekki. Lúsinni fjölgar hægt og sígandi þegar líður á árið og menn vilja helst ekki fara inn í veturinn með mikla lús á fiskunum,“ segir Þorvaldur.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira