Netanyahu hafnar tillögum um vopnahlé milli Ísrael og Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:59 Stuðningsmenn Palestínu mótmæla við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. AP/Julia Demaree Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir Ísraelsmenn ekki munu láta af árásum sínum gegn Hezbollah þrátt fyrir áköll og tillögur Bandaríkjamanna og Frakka um tímabundið vopnahlé. Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Tillögurnar voru lagðar fram á miðvikudag en hafnað strax í gær af nokkrum ráðamönnum Ísraels. Abdallah Bouhabib, utanríkisráðherra Líbanon, sagðist hins vegar í gær fylgjandi tillögunum en á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði hann land sitt nú ganga í gegnum átök sem ógnaði tilvist þjóðarinnar. Ísraelar héldu áfram árásum sínum á skotmörk Hezbollah í Líbanon í gær og eru 92 sagðir hafa látist, þeirra á meðal Mohammad Surur, yfirmaður drónaafla samtakanna. Þá var um 150 eldflaugum skotið frá Líbanon á Ísrael. Netanyahu, sem mun ávarpa allsherjarþingið í dag, sagði við blaðamenn þegar hann lenti í New York að Ísraelsher myndi ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en öllum markmiðum hefði verið náð. Þar mætti helst nefna að allir íbúar í norðurhluta Ísrael gætu snúið aftur til síns heima, öruggir frá árásum Hezbollah. Talið er að um 60 þúsund Ísraelsmenn hafi neyðst til að flýja heimili sín eftir að Hezbollah-liðar hófu árásir á norðurhluta Ísrael í kjölfar árása Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október í fyrra. Bandarískir embættismenn eru sagðir vonast til þess að geta sannfært Netanyahu um að ganga að tillögunum í dag en vopnahléinu á milli Ísrael og Hezbollah er meðal annars ætlað að greiða fyrir frekari viðræðum um vopnahlé á milli Ísrael og Hamas. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu haft fulla ástæðu til að trúa að stjórnvöld í Ísrael væru fylgjandi tillögunum þegar þær voru í smíðum. Það væri óvíst hvers vegna Netanyahu hefði slegið þær útaf borðinu.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent