Það sem „gleymist“ að segja Sigmar Guðmundsson skrifar 27. september 2024 08:01 Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Seðlabankinn Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það getur verið ákveðin kúnst að lesa á milli lína eða rýna í það sem er ósagt. En stundum er það furðulétt, ekki síst þegar hið ósagða blasir við okkur öllum á hverjum einasta degi. Seðlabankastjóri sagði í gær að nýlegar vaxtahækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum lánum væru brattar. Þetta blasir við fjölskyldum landsins sem þó vafalítið myndu nota um þetta stærri og sterkari orð. Þetta eru áhugaverð ummæli hjá Seðlabankastjóra. Það er umhugsunarvert hversu langt bankarnir ganga í að þrengja að vaxtapíndum fjölskyldum landsins. En Seðlabankastjóri nefnir ekki að bankarnir hækka vextina í skjóli þeirrar vaxtastefnu sem Seðlabankinn er nauðbeygður til að reka vegna þess að þeir sem stjórna ríkisbuddunni vinna ekki með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. Seðlabankastjóri ætti að vera duglegri við að benda á þessa staðreynd því verðbólga og vextir lækka ekki ef ríkisstjórn og Seðlabankinn dansa ekki í takti. Þessi óstjórn ríkisfjármálanna býr til hringrás sem endar alltaf með því að almenningur borgar brúsann með hærri vöxtum. Rót vandans nú liggur í agalausri hagstjórn sem þrífst svo vel í krónuhagkerfinu. Þetta ósagða blasir einnig við okkur þegar fjármálaráðherra segir að nú séu stýrivextirnir farnir að bíta gríðarlega. Hann forðast eins og heitan eldinn að nefna hömlulaus útgjaldavöxtur ríkissjóðs á undanförnum árum er ein helsta ástæða þess að stýrivextirnir eru naglfastir upp í rjáfri. Reyndar er það óþarflega hógvær orðanotkun að tala um að vextirnir séu farnir að bíta. Réttari lýsing væri að séríslensku ofurvextirnir eru farnir að naga lífsviðurværið undan venjulegum fjölskyldum. Vextirnir þrengja harkalega að hálsi millistéttarinnar sem bregst við með ráðdeild og forgangsröðun peninga í heimilisbókhaldinu. Sem ríkisvaldið hefur ekki gert hingað til og vinnur því gegn heimilunum. Þetta fylgir yfirleitt ekki sögunni þegar hún er matreidd ofan í landsmenn en full ástæða samt til að halda þessu til haga. Það skynsamlegasta sem við getum gert í stöðunni er að minnka vaxtakostnað ríkissjóðs og nýta fjármuni sem þar losna í mikilvæg velferðarmál. Að mínu mati ætti ríkið að losa um þá peninga sem liggja í eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum og greiða upp skuldir fyrir söluhagnaðinn. Einnig gæti ríkið selt lóðir sem það á í sama tilgangi. Upphæðirnar sem þarna um ræðir eru sennilega um 300 milljarðar. Slík upphæð getur lækkað vaxtabyrði ríkissjóðs um allt að 30 milljarða króna á ári. Til viðbótar þarf svo auðvitað ríkið að fara betur með peninga almennings en nú er gert. Fá sömu eða betri þjónustu fyrir minna fé. Tækifæri til þess liggja víða í ríkisrekstrinum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun