Vilja að takmarkanir á starfsmannaleigur verði skoðaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 11:20 Saga Kjartansdóttir, lögfræðingur hjá vinnueftirliti ASÍ. Vísir/Egill Sérfræðingur hjá ASÍ vill skoða hvort takmarka eigi starfsemi starfsmannaleiga. Starfsmenn leiganna séu of útsettir fyrir mansali þótt að alls ekki allar starfsmannaleigur gerist sekar um vinnumansal. Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali. Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.
Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira