Stúkan: Óvenju miklar árásir eða viðkvæmari en aðrir Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:29 Gunnar Oddur Hafliðason virðist kalla meira eftir spjöldum á varamannabekki liðanna í Bestu deild karla, en aðrir dómarar, samkvæmt Stúkunni. vísir/Diego Spjaldagleði dómarans Gunnars Odds Hafliðasonar var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Ítrekað hefur Gunnar Oddur óskað eftir gulu eða rauðu spjaldi, sem fjórði dómari, vegna framkomu manna á varamannabekkjum liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari Besta deild karla Stúkan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Gunnar Oddur var fjórði dómari í leik Vals og Stjörnunnar á mánudagskvöld. Dómari í því hlutverki er staðsettur á milli varamannabekkja liðanna og jafnan meira í samskiptum við þjálfara liðanna en aðaldómari leiksins sem er úti á vellinum. Gunnar Oddur kallaði eftir rauðu spjaldi í leiknum, á Kjartan Sturluson markmannsþjálfara Vals, og er Kjartan sjötti maðurinn sem þrátt fyrir að vera utan vallar fær rautt spjald í sumar, á leikjum Gunnars Odds sem fjórða dómara. Spjöldin sem Gunnar Oddur hefur kallað eftir í Bestu deild karla í sumar, sem fjórði dómari.Stöð 2 Sport Inn í yfirlitið hér að ofan vantar rauða spjaldið sem Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk í lok leiks gegn KR 1. september. „Um leið og ég sá þetta gerast hugsaði ég hvort að Gunnar Oddur væri fjórði dómari. Þetta er að gerast dálítið oft,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni, um það þegar Kjartan fékk rauða spjaldið. Nýi Rauði baróninn? Þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson sagði erfitt að svara því hvers vegna spjöldin færu ítrekað á loft þegar Gunnar Oddur væri á milli varamannabekkjanna: „Annað hvort er hann undir óvenju miklum árásum frá varamannabekkjunum, eða að hann er viðkvæmari en hinir. Ég get ekki svarað því. En þegar hann er á milli varamannabekkjanna þá verða meiri læti,“ sagði Gummi. „Hann er alla vega með yfirburða spjaldatölfræði þegar maður renndi í gegnum alla dómarana í deildinni sem hafa verið fjórði dómari. Svo er hann kominn með fimm rauð í Lengjudeildinni sem aðaldómari. Kannski er hann nýi „Rauði baróninn“?“ sagði Baldur og vísaði í gælunafn dómarans fyrrverandi Garðars Arnar Hinrikssonar. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Spjaldaglaður fjórði dómari
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira