Ætla að tala opinskátt um ofbeldi í Kópavogi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 18:10 Sigurbjörg Erla segir óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg. Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna. „Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á. Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
„Ofbeldi og vopnaburður meðal barna og ungmenna er samfélagslegt vandamál sem við verðum að taka alvarlega. Það er óásættanlegt að börn og ungmenni upplifi sig óörugg í frítíma sínum og daglegum athöfnum. Skólar, frístundastarf og félagsmiðstöðvar í Kópavogi munu leggja sitt af mörkum með því að ræða ofbeldi á opinskáan hátt og taka afdráttarlausa afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata. Í kennslu er meðal annars stuðst við myndir sem geta verið kveikja að umræðum. Þórdís Claessen, grafískur hönnuður, teiknaði myndirnar.Mynd/Þórdís Claessen Hún segir að ráðið hafi fjallað um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna á fundi sínum í síðustu viku eftir að hún bað um að það yrði sett á dagskrá. Gengið vel í Reykjavík Upphaflega átti að hefja innleiðingu verkefnisins á næsta skólaári en Sigurbjörg segir þverpólitíska samstöðu um að hefja innleiðinguna fyrr. „Verkefnið, sem hefur gefið góða raun í Reykjavíkurborg, snýst um að gera starfsfólk betur í stakk búið til að tala um og bregðast við ofbeldi ásamt því að efla börn í að fjalla um ofbeldi og taka afstöðu gegn því,“ segir Sigurbjörg. Hún segir innleiðinguna meðal annars felast í fræðslu til kennara og annars starfsfólks skóla- og frístunda og skýra verkferla sem snúa að tilkynningum til barnaverndar ásamt því að tryggja að börn viti af þeirri hjálp sem völ er á.
Kópavogur Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14 Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Komu til skila að hegðunin væri ekki líðandi Karlmaður sem hefur vanið komur sínar að leikvelli við Gerðasafnið í Kópavogi var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Málið er til rannsóknar. 6. september 2024 11:14
Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 20. september 2024 20:30