Lesskilningur bættur með leikjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2024 20:02 Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra og Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur Lærum og leikum með hljóðin. Þau opnuðu í dag nýja útgáfu forritsins. vísir/aðsend Nýtt og endurbætt forrit sem á að stuðla að máltöku barna er nú aðgengilegt á öllum tækjum. Höfundur þess segir að í forritinu sé verið að vinna með lesskilning og læsi frá unga aldri og þannig megi byggja upp dýrmætan grunn fyrir skólagönguna. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís. Skóla- og menntamál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, opnaði í morgun nýja útgáfu forritsins Lærum og leikum með hljóðin sem kom upphaflega út árið 2013. Það hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og með nýrri tækni er það nú einnig aðgengilegt í öllum snjalltækjum og tölvum að kostnaðarlausu. Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og höfundur forritsins, bendir á að það sé það eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og til undirbúnings læsis. Í forritinu kynnast börn hljóðunum og læra að leika sér með þau.vísir/skjáskot „Allar rannsóknir sýna okkur að samfélagsleg áhrif þess að geta borið rétt fram, talað rétt og haft góðan orðaforða eru veruleg. Það þýðir að það er betri félagsleg líðan, það eru betri möguleikar til náms og þetta getur dregið út kostnaði við talkennslu, sérkennslu túlkaþjónustu og ýmis önnur úrræði. Þetta bætir talsvert lífsgæði einstaklinga, að byrja á þessu alveg frá byrjun,“ segir Bryndís. Bryndís segir forritið í raun sniðugt fyrir börn allt frá ungaaldri og hefur heyrt af allt niður í eins árs gömlum börnum að fikra sig áfram með hljóðin. Notkun sé til þess fallin að bæta lesskilning og læsi, þar sem hæfni barna hefur verið á niðurleið samkvæmt Pisa könnunum. Forritið er nú aðgengilegt í öllum snjalltækjum og í tölvum. Áður var það einungis í boði í Apple spjaldtölvum.vísir/Skjáskot „Þarna ertu í raun að vinna með læsi frá ungaaldri af því börnin heyra strax hvað bókstafurinn heitir og hljóðið sem bókstafurinn stendur fyrir. Þannig þau læra þetta bara strax án þess að það sé nokkuð verið að kynna eitthvað fyrir þeim sem heitir læsi. En þau átta sig bara strax og tengja hljóðin síðan yfir í hljóðakeðjur og yfir í orð. Leika svo með þessi orð og hljóð á ýmsa vegu í leikjunum sem eru í forritinu,“ segir Bryndís.
Skóla- og menntamál Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira