Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. september 2024 08:03 Starfsfólk Elvu Golf sem hefur þróað greiningarkerfi sem erþað fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Vísir/Einar Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Nýsköpun Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Nýsköpun Golf Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira