Eiturlyf og vopn fundust á heimili hins handtekna á Bakkafirði Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2024 14:07 Björn sveitastjóri hefur mátt mæðast í mörgu eftir að hann kom til landsins. Lögreglan gerði rassíu og fann fíkniefni hjá manni og kærustu hans sem handtekin voru á mánudaginn. vísir/vilhelm/aðsend Sveitastjóri í Langanesbyggð segist hafa rætt við íbúa á Bakkafirði sem er ósáttur við aðgerðir sérsveitarinnar á mánudag og afskiptasemi og neikvæðni í samfélaginu. Pólskt par var handtekið grunað um fíkniefnaframleiðslu og er karlmaðurinn eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Sveitastjórinn vonast til að öldur lægi. Ríkislögreglustjóri segir aðgerðir sérsveitar erfiðar fyrir alla. Björn S. Lárusson sveitarstjóri er nýlega kominn til landsins en síminn hans hefur verið rauðglóandi allt frá því að greint var frá því að sérsveitin hafi gengið hart fram á Bakkafirði. Hann vonast til að öldur lægi á íbúafundi sem ráðgerður er eftir viku. Þórir Örn Jónsson, frumkvöðull í ferðaþjónustu á Bakkafirði, var afar ósáttur við framgöngu sérsveitarmanna sem mættu og handtóku pólskan karlmann og kærustu hans í þorpinu á mánudag. Þórir taldi ástæðuna þá að skotvopn hefði verið að finna í húsnæði pólska parsins. Í tilkynningu frá lögreglu í dag kemur fram að fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna hafi verið að finna í bænum. Svartir sauðir á Bakkafirði Þórir sagði, í samtali við Vísi í gær, nokkra svarta sauði í samfélaginu gera að verkum að fimm manna fjölskyldan ætlar að flytja úr bænum eftir fimm ára dvöl. Afskiptasemi og neikvæðni ráði ríkjum á Bakkafirði. „Þeir handtóku hér vaktstjóra fyrir einhverjar ábendingar sem þeir höfðu fengið annars staðar frá,“ sagði Þórir Örn í samtali við Vísi. „Konan hans var sett í jörðina og járnuð með hendur fyrir aftan bak með mjög harkalegum hætti,“ segir Þórir Örn og lýsir furðu á hvernig sérsveitarmenn höfðu sig í frammi. Þórir Örn sagði einnig að þeir hefðu verið ókurteisir eða eins og hann orðaði það: „Þeir voru með mjög langt prik uppi í rassgatinu.“ Þórir Örn tók þó fram að almennir lögreglumenn hafi komið vel fram en hann sagðist fluttur frá Bakkafirði vegna framkomu ýmissa íbúa. „Þetta er neikvæðasta og afskiptasamasta samfélag sem ég hef kynnst, á þessum fimm árum hér. Ég er að yfirgefa samfélagið út af fólkinu hérna,“ segir Þórir Örn en hann og kona hans eiga tvo unga syni og von á dóttur í október. Fáeinum íbúum í nöp við starfsemi Þóris Björn segir Þóri Örn verða að standa við sínar lýsingar en ljóst sé að hann hafi reiðst mikið. Björn S. Lárusson var staddur á Spáni þegar blaðran sprakk á Bakkafirði. Hann vonast til að takist að lægja öldur á íbúafundi eftir viku þar sem talað verður út um þetta mál.aðsend „Það hafa verið hnútuköst milli örfárra íbúa á Bakkafirði og svo hans. Hann er að byggja upp mikla ferðaþjónustu á svæðinu og við leigum honum gamla skólann og tjaldstæði. Og svo eru Skeggjastaðir þar sem hann er að byggja upp ferðaþjónustu, umsvifamikill.“ Björn segir að fremur óskýr mynd sé af því hvað valdi þessum hnútuköstum en um sé að ræða örfáa íbúa sem virðist í nöp við starfsemi Þóris Arnar. Fyrirhugaður sé íbúafundur á Bakkafirði á miðvikudag eftir viku, 2. október, og þar verði þetta mál væntanlega tekið upp. Fundurinn var reyndar fyrirhugaður áður en þetta mál kom upp. „Það hefur alltaf hver sitthvað til síns máls og þá er bara að hlusta. Það verður mitt og oddvitans að hlusta, hvað veldur og reyna að komast til botns í málum. Hitt er náttúrlega lögreglumál og menn bregðast misjafnlega við þegar sérsveitin mætir og þeir eru ekki mjúkhentustu menn í heimi,“ segir Björn. Vaktstjóri Þóris eftirlýstur í Póllandi Þeir Björn og Þórir Arnar töluðu saman í morgun og meðal annars um að sérsveitarmennirnir hafi ekki sýnt tilhlýðilega virðingu. Þórir Örn er fluttur frá Bakkafirði eftir því sem Björn best veit á Vopnafjörð þar sem synir hans ganga í skóla. En hann ætli að reka fyrirtæki sín á Bakkafirði áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Helenu Rós Sturludóttur upplýsingafulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra var um að ræða aðgerð á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem sérsveitin aðstoðaði við. Ríkislögreglustjóri tjái sig almennt ekki um einstaka aðgerðir. „Allar lögregluaðgerðir sem við förum í eru erfiðar og ásýndin er aldrei neitt sérstaklega góð. Þannig að við skiljum mjög vel að þetta sé erfitt fyrir alla. Sérsveitin er kölluð til þegar aukin aðstoð er talin þurfa og þá hefur lögregla áhættumetið aðgerðina þannig. Helena Rós segir erfitt að svara fyrir upplifun fólks þegar sérsveitin er annars vegar. vísir/vilhelm Það er alltaf erfitt að svara fyrir upplifun einstaklinga en það hefur ekkert komið fram í þessu máli sérsveitar sem gefur tilefni til að við skoðum það nánar. Það er mikilvægt fyrir fólk að vita að telji menn sig hafa eitthvað við störf sérsveitar að athuga þá bendum við á nefndina um eftirlit með störfum lögreglu,“ segir Helena. Eiturlyf og vopn fundust að heimili hins hantekna Ekki náðist í Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fyrir norðan vegna málsins en á síðu lögreglunnar birist eftirfarandi tilkynning á öðrum tímanum: „Síðastliðinn mánudag fór lögreglan á Norðurlandi eystra í lögregluaðgerð á Bakkafirði þar sem grunur var um framleiðslu fíkniefna og vopnalagabrot. Tveir aðilar voru handteknir en báðum sleppt að skýrslutökum loknum síðar sama dag. Við húsleit fannst talsvert magn af ætluðum fíkniefnum, áhöldum til fíkniefnaframleiðslu ásamt skotvopni og skotfærum. Við þessa aðgerð naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Málið er í rannsókn og mun lögreglan ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu.“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er vaktstjórinn pólski sem mátti sæta handtöku en sleppt eftir yfirheyrslur, eftirlýstur fyrir fjársvik af pólsku lögreglunni. Langanesbyggð Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björn S. Lárusson sveitarstjóri er nýlega kominn til landsins en síminn hans hefur verið rauðglóandi allt frá því að greint var frá því að sérsveitin hafi gengið hart fram á Bakkafirði. Hann vonast til að öldur lægi á íbúafundi sem ráðgerður er eftir viku. Þórir Örn Jónsson, frumkvöðull í ferðaþjónustu á Bakkafirði, var afar ósáttur við framgöngu sérsveitarmanna sem mættu og handtóku pólskan karlmann og kærustu hans í þorpinu á mánudag. Þórir taldi ástæðuna þá að skotvopn hefði verið að finna í húsnæði pólska parsins. Í tilkynningu frá lögreglu í dag kemur fram að fíkniefni og búnaður til framleiðslu fíkniefna hafi verið að finna í bænum. Svartir sauðir á Bakkafirði Þórir sagði, í samtali við Vísi í gær, nokkra svarta sauði í samfélaginu gera að verkum að fimm manna fjölskyldan ætlar að flytja úr bænum eftir fimm ára dvöl. Afskiptasemi og neikvæðni ráði ríkjum á Bakkafirði. „Þeir handtóku hér vaktstjóra fyrir einhverjar ábendingar sem þeir höfðu fengið annars staðar frá,“ sagði Þórir Örn í samtali við Vísi. „Konan hans var sett í jörðina og járnuð með hendur fyrir aftan bak með mjög harkalegum hætti,“ segir Þórir Örn og lýsir furðu á hvernig sérsveitarmenn höfðu sig í frammi. Þórir Örn sagði einnig að þeir hefðu verið ókurteisir eða eins og hann orðaði það: „Þeir voru með mjög langt prik uppi í rassgatinu.“ Þórir Örn tók þó fram að almennir lögreglumenn hafi komið vel fram en hann sagðist fluttur frá Bakkafirði vegna framkomu ýmissa íbúa. „Þetta er neikvæðasta og afskiptasamasta samfélag sem ég hef kynnst, á þessum fimm árum hér. Ég er að yfirgefa samfélagið út af fólkinu hérna,“ segir Þórir Örn en hann og kona hans eiga tvo unga syni og von á dóttur í október. Fáeinum íbúum í nöp við starfsemi Þóris Björn segir Þóri Örn verða að standa við sínar lýsingar en ljóst sé að hann hafi reiðst mikið. Björn S. Lárusson var staddur á Spáni þegar blaðran sprakk á Bakkafirði. Hann vonast til að takist að lægja öldur á íbúafundi eftir viku þar sem talað verður út um þetta mál.aðsend „Það hafa verið hnútuköst milli örfárra íbúa á Bakkafirði og svo hans. Hann er að byggja upp mikla ferðaþjónustu á svæðinu og við leigum honum gamla skólann og tjaldstæði. Og svo eru Skeggjastaðir þar sem hann er að byggja upp ferðaþjónustu, umsvifamikill.“ Björn segir að fremur óskýr mynd sé af því hvað valdi þessum hnútuköstum en um sé að ræða örfáa íbúa sem virðist í nöp við starfsemi Þóris Arnar. Fyrirhugaður sé íbúafundur á Bakkafirði á miðvikudag eftir viku, 2. október, og þar verði þetta mál væntanlega tekið upp. Fundurinn var reyndar fyrirhugaður áður en þetta mál kom upp. „Það hefur alltaf hver sitthvað til síns máls og þá er bara að hlusta. Það verður mitt og oddvitans að hlusta, hvað veldur og reyna að komast til botns í málum. Hitt er náttúrlega lögreglumál og menn bregðast misjafnlega við þegar sérsveitin mætir og þeir eru ekki mjúkhentustu menn í heimi,“ segir Björn. Vaktstjóri Þóris eftirlýstur í Póllandi Þeir Björn og Þórir Arnar töluðu saman í morgun og meðal annars um að sérsveitarmennirnir hafi ekki sýnt tilhlýðilega virðingu. Þórir Örn er fluttur frá Bakkafirði eftir því sem Björn best veit á Vopnafjörð þar sem synir hans ganga í skóla. En hann ætli að reka fyrirtæki sín á Bakkafirði áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Helenu Rós Sturludóttur upplýsingafulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra var um að ræða aðgerð á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem sérsveitin aðstoðaði við. Ríkislögreglustjóri tjái sig almennt ekki um einstaka aðgerðir. „Allar lögregluaðgerðir sem við förum í eru erfiðar og ásýndin er aldrei neitt sérstaklega góð. Þannig að við skiljum mjög vel að þetta sé erfitt fyrir alla. Sérsveitin er kölluð til þegar aukin aðstoð er talin þurfa og þá hefur lögregla áhættumetið aðgerðina þannig. Helena Rós segir erfitt að svara fyrir upplifun fólks þegar sérsveitin er annars vegar. vísir/vilhelm Það er alltaf erfitt að svara fyrir upplifun einstaklinga en það hefur ekkert komið fram í þessu máli sérsveitar sem gefur tilefni til að við skoðum það nánar. Það er mikilvægt fyrir fólk að vita að telji menn sig hafa eitthvað við störf sérsveitar að athuga þá bendum við á nefndina um eftirlit með störfum lögreglu,“ segir Helena. Eiturlyf og vopn fundust að heimili hins hantekna Ekki náðist í Skarphéðinn Aðalsteinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fyrir norðan vegna málsins en á síðu lögreglunnar birist eftirfarandi tilkynning á öðrum tímanum: „Síðastliðinn mánudag fór lögreglan á Norðurlandi eystra í lögregluaðgerð á Bakkafirði þar sem grunur var um framleiðslu fíkniefna og vopnalagabrot. Tveir aðilar voru handteknir en báðum sleppt að skýrslutökum loknum síðar sama dag. Við húsleit fannst talsvert magn af ætluðum fíkniefnum, áhöldum til fíkniefnaframleiðslu ásamt skotvopni og skotfærum. Við þessa aðgerð naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Málið er í rannsókn og mun lögreglan ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu.“ Samkvæmt upplýsingum Vísis er vaktstjórinn pólski sem mátti sæta handtöku en sleppt eftir yfirheyrslur, eftirlýstur fyrir fjársvik af pólsku lögreglunni.
Langanesbyggð Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira