Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. september 2024 20:04 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Samsett mynd Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. Þetta segir hún í samtali við Reykjavík síðdegis. Mikið hefur verið fjallað um síhækkandi verðlag undanfarin misseri. Í viðtalinu svarar Brynhildur hvort að langir opnunartímar hjá verslunum hafi áhrif á verðlagið. Flestar verslanir Bónus á höfuðborgarsvæðinu eru opnar frá klukkan tíu til átta á kvöldin. Flestar verslanir Krónunnar eru opnar frá níu til níu á kvöldin. Opið er allan sólarhringinn hjá Hagkaup í Skeifunni og í Garðabæ og frá átta til miðnættis í verslunum Hagkaups á Eiðistorgi og í Spönginni. Þá er opið í matvöruverslanir nær alla daga ársins. Skipti ekki öllu máli hvort sé opið eða lokað „Þetta er mjög áhugaverð spurning og örugglega eitthvað sem mjög margir velta fyrir sér. Þó það sé ekki fullkomin samkeppni á matvörumarkaði þá væri mjög skrítið ef seljendur myndu ekki nota þessa sparnaðarleið,“ sagði Brynhildur og bendir á sem dæmi að þegar að Bónus var að hefja rekstur var opnunartíminn stuttur og færri vörutegundir en í öðrum verslunum. „Þetta er nú eiginlega bara hagfræði spurning og örugglega einhver einhvers staðar sem hefur rannsakað þetta en ég ímynda mér að fasti kostnaðurinn sé bara svo hár að það skipti ekki öllu máli hvort það sé opið eða lokað.“ Skrítið að nýta ekki tækifærið ef satt reynist Hún bendir á að starfsmönnum hafi fækkað síðustu ár vegna sjálfsafgreiðslu og segir að það hljóti að vera að það muni ekki það miklu fyrir heildar kostnað verslanna að hafa opið lengur. Hún tekur fram að það myndi teljast mjög skrítið ef verslanir myndu ekki grípa tækifærið til að lækka matvöruverð ef það reyndist rétt að styttri opnunartímar gerðu það að möguleika. „Þegar Neytendasamtökin voru stofnuð 1953 þá var bannað að vera með opið á laugardögum. Þá var það baráttumál að húsmæður fengju hjálp eiginmanna við að fara að versla, þegar hann væri ekki að vinna. Eitt fyrsta baráttumálið var að lengja opnunartímann. Núna erum við að velta því fyrir okkur hvort það sé nauðsynlegt að fara klukkan þrjú að nóttu til að fara í nammibarinn í Hagkaup.“ Varar við vöruskerðingu Brynhildur varar neytendur að auki við vöruskerðingu, þar sem að verð á vöru helst það sama á meðan að magn í hverri pakkningu minnkar. Hún biðlar til neytenda að vera vakandi gagnvart þess konar breytingum. „Þetta er alveg vel þekkt trikk og ekkert nýtt af nálinni, við köllum þetta vöruskerðingu eða magnskerðingu. Á svona verðbólgutímum er þetta sérstaklega freistandi. Það sem er nýjast í þessum málum er að Frakkar eru nýbúnir að setja lög sem að skylda seljendur í verslunum sem eru stærri en 400 fermetrar til að upplýsa neytendur um vöruskerðingu á tiltekinni vöru, þá verður merking að vera nálægt.“ Hún bendir á að seljendur standi ekki á bak við vöruskerðingu heldur framleiðendur en tekur fram að seljendur ákveði þó hvaða vörur þeir kaupa inn og því ákveðin ábyrgð sem fylgir því. Spurð hvort að vöruskerðing sé algeng hér á landi segist hún gefa sér það. „Það sem allir eiga að fylgjast með er mælieiningarverðið. Það er skylt að merkja það. Það er hvað kílóið kostar, hvað lítrinn kostar, hvað stykkið kostar af vöru. Í Svíþjóð hefur það lengi verið þannig að þar er skylt að merkja mælieiningarverðið á gulum grunni og það poppar út þegar þú ert að skoða verð. Þetta var mikil réttarbót,“ segir hún og kallar eftir betri réttindi neytenda hér á landi. Matvöruverslun Reykjavík síðdegis Verslun Verðlag Neytendur Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þetta segir hún í samtali við Reykjavík síðdegis. Mikið hefur verið fjallað um síhækkandi verðlag undanfarin misseri. Í viðtalinu svarar Brynhildur hvort að langir opnunartímar hjá verslunum hafi áhrif á verðlagið. Flestar verslanir Bónus á höfuðborgarsvæðinu eru opnar frá klukkan tíu til átta á kvöldin. Flestar verslanir Krónunnar eru opnar frá níu til níu á kvöldin. Opið er allan sólarhringinn hjá Hagkaup í Skeifunni og í Garðabæ og frá átta til miðnættis í verslunum Hagkaups á Eiðistorgi og í Spönginni. Þá er opið í matvöruverslanir nær alla daga ársins. Skipti ekki öllu máli hvort sé opið eða lokað „Þetta er mjög áhugaverð spurning og örugglega eitthvað sem mjög margir velta fyrir sér. Þó það sé ekki fullkomin samkeppni á matvörumarkaði þá væri mjög skrítið ef seljendur myndu ekki nota þessa sparnaðarleið,“ sagði Brynhildur og bendir á sem dæmi að þegar að Bónus var að hefja rekstur var opnunartíminn stuttur og færri vörutegundir en í öðrum verslunum. „Þetta er nú eiginlega bara hagfræði spurning og örugglega einhver einhvers staðar sem hefur rannsakað þetta en ég ímynda mér að fasti kostnaðurinn sé bara svo hár að það skipti ekki öllu máli hvort það sé opið eða lokað.“ Skrítið að nýta ekki tækifærið ef satt reynist Hún bendir á að starfsmönnum hafi fækkað síðustu ár vegna sjálfsafgreiðslu og segir að það hljóti að vera að það muni ekki það miklu fyrir heildar kostnað verslanna að hafa opið lengur. Hún tekur fram að það myndi teljast mjög skrítið ef verslanir myndu ekki grípa tækifærið til að lækka matvöruverð ef það reyndist rétt að styttri opnunartímar gerðu það að möguleika. „Þegar Neytendasamtökin voru stofnuð 1953 þá var bannað að vera með opið á laugardögum. Þá var það baráttumál að húsmæður fengju hjálp eiginmanna við að fara að versla, þegar hann væri ekki að vinna. Eitt fyrsta baráttumálið var að lengja opnunartímann. Núna erum við að velta því fyrir okkur hvort það sé nauðsynlegt að fara klukkan þrjú að nóttu til að fara í nammibarinn í Hagkaup.“ Varar við vöruskerðingu Brynhildur varar neytendur að auki við vöruskerðingu, þar sem að verð á vöru helst það sama á meðan að magn í hverri pakkningu minnkar. Hún biðlar til neytenda að vera vakandi gagnvart þess konar breytingum. „Þetta er alveg vel þekkt trikk og ekkert nýtt af nálinni, við köllum þetta vöruskerðingu eða magnskerðingu. Á svona verðbólgutímum er þetta sérstaklega freistandi. Það sem er nýjast í þessum málum er að Frakkar eru nýbúnir að setja lög sem að skylda seljendur í verslunum sem eru stærri en 400 fermetrar til að upplýsa neytendur um vöruskerðingu á tiltekinni vöru, þá verður merking að vera nálægt.“ Hún bendir á að seljendur standi ekki á bak við vöruskerðingu heldur framleiðendur en tekur fram að seljendur ákveði þó hvaða vörur þeir kaupa inn og því ákveðin ábyrgð sem fylgir því. Spurð hvort að vöruskerðing sé algeng hér á landi segist hún gefa sér það. „Það sem allir eiga að fylgjast með er mælieiningarverðið. Það er skylt að merkja það. Það er hvað kílóið kostar, hvað lítrinn kostar, hvað stykkið kostar af vöru. Í Svíþjóð hefur það lengi verið þannig að þar er skylt að merkja mælieiningarverðið á gulum grunni og það poppar út þegar þú ert að skoða verð. Þetta var mikil réttarbót,“ segir hún og kallar eftir betri réttindi neytenda hér á landi.
Matvöruverslun Reykjavík síðdegis Verslun Verðlag Neytendur Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira