Loftslag eða lífskjör: bæði betra Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 25. september 2024 07:02 Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð skilaði í síðustu viku inn umsögn til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þar mátum við efnahagsleg áhrif þeirra 150 loftslagsaðgerða sem þar má finna. Niðurstaðan var sú að tvær af hverjum þremur aðgerðum hefðu neikvæð efnahagsleg áhrif. Umsögnin vakti sterk viðbrögð. Formaður Loftslagsráðs lýsti yfir vonbrigðum með afstöðu ráðsins auk þess sem landsþekktur rithöfundur kallaði eftir því að fyrirtæki segi sig úr Viðskiptaráði. Förum nánar yfir þessa gagnrýni. Forgangsraða ætti aðgerðum Því hefur verið haldið fram að Viðskiptaráð sé á móti því að ráðist verði í loftslagsaðgerðirnar 150. Það er ekki rétt. Viðskiptaráð hefur hvergi tekið afstöðu til þess hvort ráðast eigi í aðgerðirnar. Ráðið lagði mat á efnahagsleg áhrif þeirra, en það mat var ekki framkvæmt í aðgerðaráætluninni sjálfri. Matið leiddi í ljós að 97 af 150 aðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, ýmist vegna aukinna opinberra útgjalda, hærri skatta eða gjalda, aukinnar reglubyrði eða nýrra takmarkana og banna. Ekki var lagt mat á ávinning aðgerðanna í formi samdráttar í losun, enda hefur Viðskiptaráð ekki forsendur til þess og slíkt mat liggur aðeins fyrir í litlum hluta aðgerða. Með þessu mati varpaði Viðskiptaráð ljósi á þá staðreynd að mörgum aðgerðunum fylgir kostnaður. Ráðið benti í umsögn sinni á að mikilvægt væri að taka tillit til þessa kostnaðar í umfangsmiklum aðgerðapökkum stjórnvalda. Þetta rímar við lög um loftslagsmál, þar sem kveðið er á um að aðgerðum skuli fylgja „mat á áætluðum kostnaði ásamt mati á loftslagsávinningi.“ Allir ættu að vera sammála um mikilvægi þess að þetta mat fari fram. Það gerir stjórnvöldum kleift að forgangsraða þeim aðgerðum sem skila mestum samdrætti í útblæstri með minnstum eða jafnvel engum tilkostnaði. Þannig geta stjórnvöld náð loftslagsmarkmiðum Íslands með sem hagkvæmustum hætti. Breytt nálgun Evrópusambandsins Tillaga Viðskiptaráðs kallast á við nýja áherslu Evrópusambandsins í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Mario Draghi, sem unnin var fyrir framkvæmdastjórn ESB, er lögð áhersla á að horft sé til samkeppnishæfni álfunnar. Í skýrslunni er ESB hvatt til þess að lágmarka neikvæð efnahagsleg áhrif loftslagsaðgerða. Verði það ekki gert muni það bitna á lífsgæðum í álfunni til lengri tíma litið. Boðskapur Draghi rímar vel við reynslu Íslands undanfarin ár: kraftmikið efnahagslíf er besti undirbúningurinn gagnvart stórum áskorunum. Sé ríkjum alvara í því að takast á við loftslagsvandann er mikilvægt að þau skapi svigrúm fyrir atvinnulífið til fjárfestinga í grænum lausnum og orkuskiptum, en bindi það ekki í óhóflegri skattheimtu eða óþarfa reglubyrði. Þannig getur græn nýsköpun og orkuöflun leitt af sér umhverfisvænni framleiðslu þjóða samhliða því að lífsgæði aukast. Tökum tillit til kostnaðar og ávinnings Viðskiptaráð hefur hvergi gert ágreining um að draga eigi úr losun og standast þannig alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Ráðið hefur lagt sitt af mörkum í umræðu um málaflokkinn á síðustu árum. Umsögn ráðsins um loftslagsaðgerðir stjórnvalda er hluti af því. Ef breið samstaða og árangur á að nást um aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er nauðsynlegt að þar sé bæði tekið tillit til kostnaðar og ávinnings. Þannig getum við fundið farsælustu leiðina til að draga úr losun á sama tíma og við bætum lífskjör þeirra sem hér búa. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun