Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2024 14:11 Ólafur Elíasson tekur yfir gríðarstór almenningsrými á borð við Piccadilly Circus og Times Square með verkinu Lifeworld. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér: Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér:
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira