Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. september 2024 06:30 Tugþúsundir flúðu heimili sín í kjölfar viðvarana Ísraelshers í gær og á myndum má sjá hvernig umferðaröngþveiti myndaðist. AP/Mohammed Zaatari Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Í nótt var áherslan lögð á að eyðileggja eldflaugastæði Hezbollah samtakanna þaðan sem flaugum hefur verið skotið í átt að Ísrael síðustu daga. Einnig segist herinn hafa sprengt nokkrar vopnageymslur í loft upp. Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín, eftir viðvaranir Ísrael í gær. Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hezbollah segjast hafa skotið um 200 eldflaugum á Ísrael í gær. Þar eru tveir sagðir hafa særst eftir að hafa orðið fyrir sprengjubrotum. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti um það í gærkvöldi að Bandaríkjaher muni fjölga í herliði sínu á svæðinu umfram það sem nú er. Ekki var farið nánar út í hversu margir hermenn verði sendir á staðinn en Bandaríkjamenn hafa síðustu mánuði verið að fjölga í liði sínu og meðal annars sent flugmóðurskipið Abraham Lincoln á staðinn. Óttast er að átökin síðustu daga og vikur muni enda í allsherjarstríði en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því hörðum höndum á hliðarlínu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í Washington að koma í veg fyrir það.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira