„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2024 18:33 Jökull Andrésson var mikilvægur í marki Aftureldingar og sparaði stuðningsmönnum liðsins ekki hrósið. vísir „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn