Innlent

Býður sig ekki fram til for­manns og styður Svan­dísi

Eiður Þór Árnason skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Bjarni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti flokksins á komandi landsfundi. Í stað þess hyggst hann styðja framboð Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmanns VG.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar samhliða framboði sínu til forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem starfandi formaður en hann gegndi áður embætti varaformanns. 

Guðmundur Ingi tilkynnir þeta í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Vinstri grænna fer fram þann 4. til 6. október næstkomandi. 

„Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi.“

Fréttin er í vinnslu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×