Rodri meiddist á hné í leiknum í gær og eru breski blaðamaðurinn David Ornstein sem og bandaríski miðilinn ESPN á meðal þeirra sem segja meiðslin alvarleg. Allar líkur séu á því að krossband í hnéi Rodri sé slitið og tímabil hans því búið.
Rodri hefur reynst mikilvægasti leikmaður City-liðsins síðustu misseri og verið áþreifanlegur munur á spilamennsku liðsins þegar sá spænski er ekki með. Hann er talinn á meðal allra bestu leikmanna heims.
Rodri er 28 ára gamall og hefur leikið fyrir City frá árinu 2019. Hann hefur unnið fjóra Englandsmeistaratitla með liðinu.
Hann fór þá fyrir liði Spánar sem varð Evrópumeistari í sumar.