Situr undir gelti, urri og að vera kölluð api Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2024 16:11 Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir hefur búið á Íslandi í rúma tvo áratugi. Hún er hugsi yfir fordómum sem hún þarf að þola árið 2024. Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir lýsir því að hafa í sumar og haust endurtekið verið kölluð api. Gelt hafi verið á hana á hinum ýmsu stöðum. Hún segir hvert atvik ýta upp hennar eigin sjálfsáliti vitandi að hún myndi aldrei leggjast jafnlágt og þeir sem hegði sér með slíkum hætti. Hrafnhildur fæddist í Kína og var ættleidd síðla árs 2003. Móðir hennar er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem Hrafnhildur hitti fyrst þann 2. nóvember 2003. „Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur í færslu á Facebook. Hún gaf ekki kost á viðtali vegna málsins og sagði færsluna tala sínu máli. Þreytt á ráðleggingum um svör „Í fullri hreinskilni finnst mér ég hafa skrifað þennan pistil áður og ég hef í raun engan áhuga á að skrifa hann aftur. Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti.“ Hún eigi ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt. „Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó. Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt.“ Börn tali í síauknum mæli við hana að fyrra bragði á ensku. Hingað til hafi það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar. Myndi aldrei leggjast svo lágt „Ég hef engan áhuga á að þurfa að finna upp eitthvað snilldar svar til að fá þetta fólk til að sjá hve lúðalegt það er og mér finnst ég ekki eiga að þurfa að gera það. Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út.“ Hrafnhildur segist ekki eiga að þurfa að standa í þessu eða uppfæra gamlar færslur um nýjustu hegðun fordómafulls fólks. „Ef einhver þeirra sem hafa verið að gelta á mig nýlega les þetta vil ég að þið vitið að ég fæ kjánahroll upp á bak í hvert sinn og að þið ýtið mjög upp mínu eigin sjálfsáliti vegna þess að ég veit að ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið.“ Kína Jafnréttismál Fjölskyldumál Kynþáttafordómar Ættleiðingar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hrafnhildur fæddist í Kína og var ættleidd síðla árs 2003. Móðir hennar er Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem Hrafnhildur hitti fyrst þann 2. nóvember 2003. „Ég var rúmlega eins árs gömul. Líkt og flest allt fólk hef ég engar minningar frá eins árs aldri en ég tel ólíklegt að ég hafi óskað eftir því að kynnast móður minni eða þá að flytja til Íslands. Í dag er ég samt nokkuð viss um að þetta sé það besta sem mögulega hefði getað orðið og ég vil líka halda því fram að ég hafi verið frábær viðbót fyrir hið íslenska samfélag þar sem ég er nú ein af fáum nemendum sem lærir íslensku við Háskóla Íslands í þeim tilgangi að halda uppi, eins og sumir vilja kalla það, deyjandi tungumáli og menningu. Mér finnst þess vegna afskaplega sorglegt hvernig svo virðist sem fordómar hafi fengið sérbyggðan hægindastól í íslensku samfélagi þar sem fólk telur í lagi að gelta, urra og kalla aðra apa,“ segir Hrafnhildur í færslu á Facebook. Hún gaf ekki kost á viðtali vegna málsins og sagði færsluna tala sínu máli. Þreytt á ráðleggingum um svör „Í fullri hreinskilni finnst mér ég hafa skrifað þennan pistil áður og ég hef í raun engan áhuga á að skrifa hann aftur. Mér finnst ósanngjarnt að ég þurfi að standa í því að biðja fólk að skilja að fólk sé fólk. Mér finnst þreytandi að ég þurfi að svara fyrir mig í hvert sinn sem ég lendi í fordómum og mér finnst þreytandi að fá ráðleggingar frá öðrum um hvað ég gæti mögulega sagt á móti vegna þess að ég á ekki að þurfa að segja neitt á móti.“ Hún eigi ekki að þurfa að verja sinn tilvistarrétt. „Frá upphafi sumars og til dagsins í dag hefur verið gelt á mig á leið í skóla, í skóla, á leið heim úr skóla, í verslunum, fyrir utan verslanir, fyrir utan vinnu, á leið í strætó, í strætó og á leið heim úr strætó. Ég hef verið kölluð api þrisvar sinnum og komst að því að ”ching chong ching” vísunni, sem ég komst fyrst í kynni við á leikskólaaldri, hefur enn ekki verið útrýmt.“ Börn tali í síauknum mæli við hana að fyrra bragði á ensku. Hingað til hafi það sjaldnast verið vegna enskuvæðingarinnar. Myndi aldrei leggjast svo lágt „Ég hef engan áhuga á að þurfa að finna upp eitthvað snilldar svar til að fá þetta fólk til að sjá hve lúðalegt það er og mér finnst ég ekki eiga að þurfa að gera það. Ég vil þess vegna núna biðja ykkur sem lesið þennan pistil að deila því til fólks að þessi hegðun er hvorki flott, sniðug eða fyndin heldur kjánaleg, lúðaleg og heimskuleg. Ábyrgðin á útrýmingu kynþáttafordóma ætti ekki að vera á mér eða öðrum lituðum heldur á samfélaginu. Mér finnst ég ekki biðja um mikið þegar ég óska eftir því að fólk tali á íslensku á Íslandi, að mér sé leyft að ganga um sömu götur og aðrir í friði og að fólk sem hafi þessa rosalegu þörf á að láta mig vita hve mikla fordóma það hefur gegn magni melatóníns í húðinni minni viðurkenni bara að það sé raistar í staðinn fyrir að vera að gelta honum út.“ Hrafnhildur segist ekki eiga að þurfa að standa í þessu eða uppfæra gamlar færslur um nýjustu hegðun fordómafulls fólks. „Ef einhver þeirra sem hafa verið að gelta á mig nýlega les þetta vil ég að þið vitið að ég fæ kjánahroll upp á bak í hvert sinn og að þið ýtið mjög upp mínu eigin sjálfsáliti vegna þess að ég veit að ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið.“
Kína Jafnréttismál Fjölskyldumál Kynþáttafordómar Ættleiðingar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira