Húsið er háreist á þremur hæðum og stendur á fallegri lóð með fimmtán fermetra smáhýsi og ævintýralegum bakgarði. Heimilið er innréttað á smekklegan máta þar sem litagleði og rómantískur stíll setja sterkan svip á eignina og ljá henni einstakan karakter.
Eldhús, stofa og borðstofa flæða saman í opnu og björtu rými, þar sem útgengt er á svalir með stórbrotnu útsýni yfir Eyjafjörðinn. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Eignin er staðsett rétt ofan við miðbæinn og býður upp á frábæra tengingu við bæði líflega bæjarmenningu og náttúrufegurðina í nágrenninu.



