Leiðrétting löngu eftir EM: Þetta hefði átt að vera víti Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 13:31 Jamal Musiala skaut boltanum að marki Spánar en Marc Cucurella stöðvaði skotið með hendi. Spánverjar sluppu með skrekkinn og enduðu á að verða Evrópumeistarar. Getty/Tom Weller Þjóðverjar geta nú haldið áfram að svekkja sig á því hvernig fór fyrir þeim á Evrópumótinu í fótbolta á heimavelli í sumar, því þeir áttu svo sannarlega að fá vítaspyrnu í leiknum við Spán í 8-liða úrslitum. Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Margir, og þá sérstaklega Þjóðverjar, muna eflaust enn eftir atvikinu í framlengingu leiksins þegar Marc Cucurella, bakvörður Spánar, fékk skot Jamals Musiala í höndina innan teigs. Enski dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert og kollegar hans sem sinntu myndbandsdómgæslu ákváðu sömuleiðis að grípa ekki inn í. Þetta gerðist á 107. mínútu, í stöðunni 1-1, en í stað þess að Þýskaland fengi víti og gullið tækifæri til að komast yfir þá vann Spánn 2-1 með marki Mikels Merino á lokamínútu framlengingarinnar. Spánverjar enduðu svo á að verða Evrópumeistarar. Ákvörðun Taylors var vægast sagt umdeild, enda Cucurella með höndina nokkuð frá líkamanum þegar skot Musiala hæfði hana, og núna hefur dómaranefnd UEFA viðurkennt að dæma hefði átt vítaspyrnu. Höndin of langt frá búknum Spænski miðillinn Relevo greinir frá þessu og segir að dómaranefndin vegi reglulega og meti dóma í leikjum, til að stuðla að auknu samræmi í dómgæslu í Evrópu. Eftirlitsmaðurinn Roberto Rosetti segir í áliti til nefndarinnar: „Samkvæmt nýjustu viðmiðum UEFA ætti að taka strangar á því þegar skot eru stöðvuð með hendi, nema að höndin sé mjög nálægt eða snerti búkinn. Í þessu tilviki var höndin sem stöðvaði skotið ekki mjög nálægt búknum, og þannig gerði varnarmaðurinn sig stærri, svo að það hefði átt að dæma víti.“ Tveir og hálfur mánuður eru síðan að leikurinn fór fram og því ekkert sem að Þjóðverjar geta gert úr þessu annað en að svekkja sig á orðnum hlut.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira