Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 06:48 Rússar voru gerðir afturreka með tillögur sínar. AP/Frank Franklin II Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar. Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Fimmtán sátu hjá. Umrætt samkomulag er nokkurs konar vegvísir inn í framtíðina og unnið að frumkvæði framkvæmdastjórans António Guterres. Það þykir þó hafa verið útþynnt mjög í samningaviðræðum um efni og orðalag. Útspil Rússa kom nokkuð á óvart en þeir sögðu samkomulagið fyrst og fremst þjóna hagsmunum Vesturlanda og ef tillaga þeirra um að fresta atkvæðagreiðslu yrði ekki samþykkt myndu þeir leggja fram tillögu um viðauka þar sem tekið yrði fram að þau málefni sem samkomulagið fjallaði um væru á forræði einstakra ríkja og ættu ekki að sæta afskiptum Sameinuðu þjóðanna. Báðum tillögum var hins vegar hafnað. Samkvæmt Guardian vöktu tilraunir Rússa reiði meðal ríkja Afríkubandalagsins og hjá sendinefnd Mexíkó en meðal þeirra ríkja sem greiddu atkvæði með Rússum voru Belarús, Venesúela, Sýrland og Íran. Guterres sagði á þinginu í gær að markmið samkomulagsins væri að færa fjölþjóðahyggjuna aftur frá bjargbrúninni og að 21. aldar vandamál krefðust 21. aldar lausna. Lögð er áhersla á forgang alþjóðalaga umfram þjóðarlög, sem er eitt af því sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á Rússum. Meðal einstakra þátta samkomulagsins má nefna stofnun nýs samráðsvettvangs um neyðartilvik, svo sem faraldra, náttúruhamfarir og matvælaöryggi og nýja ráðgefandi eftirlitsnefnd sérfræðinga um hættur gervigreindar.
Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira