„Endum leikinn sem betra liðið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:22 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik. Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“ Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira