„Mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:20 Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR líflegur á hliðarlínunni að vanda. Vísir/Viktor Freyr KR og Vestri gerðu 2-2 jafntefli í fallslag liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla. KR komst tvisvar yfir í dag en Vestri jafnaði og niðurstaðan jafntefli. Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánæður með sitt lið en svekktur með að fá ekki stigin þrjú er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Það er auðvitað fúlt að þeir jafna tvisvar. Mér fannst við gera mikið meira en nóg til að vinna þennan leik. Við stjórnum honum allan tíman og mér fannst Vestri vera í basli allan leikinn. Það var bara eitt lið á vellinum. Við hleypum þeim inní þetta með nokkrum röngum ákvörðunum á boltanum. Heilt yfir í leik þar sem yfirburðirnir eru það miklir þá vill maður sjá þrjú stig fylgja með þar.“ sagði Óskar um leik dagsins og bætti við um frammistöðu síns liðs: „Ég met hana þannig að við mætum á völl sem er lúinn eftir sumarið og spilum á köflum fínan fótbolta. Höldum vel í boltann og komum okkur í góðar stöður. Varnarleikurinn að stærstum hluta leiksins fannst mér agaður. Klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Þjálfarar liðanna voru greinilega ósammála um gang leiksins þar sem þeir töldu báðir að þeir hefði gert nóg til að vinna. Þegar Óskar var inntur eftir viðbrögðum við því að Davíð Smári þjálfari Vestra taldi sitt lið eiga sigur skilið sagði hann. „Get svosem ekki farið að telja upp færin. Mér fannst við fá fullt færum í þessum leik. Auðvitað fær Andri Rúnar gott færi í lokin en þá var það líka þannig að við ætluðum að sækja þrjú stig og orðnir býsna opnir.“ sagði Óskar og bætti við: „Ég ætla ekkert að fara að metast við Davíð Smára um hvor átti sigurinn skilið. Þetta voru bara gjörólíkir hættir á að nálgast fótboltaleik. Annað liðið vill halda í boltann en hitt liðið vill alls ekki vera með boltann. Ég ber virðingu fyrir því, þeir eru fínir í því. Þeir eru með gæða leikmenn sem geta refsað okkur. Hann segir það sem hann vill segja og ég áskil mér rétt til að vera ósammála honum. Enda sjáum við fótbolta á gjörólíkan hátt.“ KR var sterkari aðilinn framan af leik en það var nokkuð ljóst að eftir klukkustundar leik greip nokkuð stress um sig og uppspil liðsins varð tættara. Óskar var sammála því og sagði: „Það má alveg til sannsvegar færa að saga þeirra leikja þar sem hafa verið jafnir hefur verið við liðin í kringum okkur. Það hefur verið svolítið þannig að við höfum verið mjög sterkir í fyrri hálfleik en svo einmitt í kringum 60. mínútu hefur gripið um sig einhver hræðsla eða ótti.“ „Ég talaði um það fyrir leikinn að ótti væri góður drifkraftur en hann er jafn vondur þegar hann tekur yfir. Það er hluti af veseninu. En mér fannst við vinna okkur vel og hratt inní leikinn eftir að við missum smá tökin á honum. Það hefði verið auðvelt að hætta og gefast upp eftir að þeir jafna en við gerðum það ekki. Ég er stoltur af liðinu í dag.“ Guy Smit var að mati blaðamanns besti maður vallarins þar sem hann varði þrisvar vel í leiknum og bjargaði meðal annars KR frá tapi með vörslu í uppbótartíma. Smit var gagnrýndur harðlega í upphafi móts fyrir frammistöðu sína. „Hann hefur verið feykilega öflugur síðan ég tók við. Hann var auðvelt skotmark snemma á tímabilinu en hann hefur verið mjög góður á æfingum og í leikjum. Ég hef verið mjög ánægður með hann síðan ég tók við.“ Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Fram þar sem Rúnar Kristinsson snýr í fyrsta sinn aftur á Meistaravelli sem þjálfari andstæðinga. Óskar var mjög spenntur fyrir viðureigninni og taldi sig vita hvað þurfi að gera í undirbúningnum fyrir leikinn: „Það verður erfiður leikur. Rúnar hefur verið að gera góða hluti uppí Úlfarsársdal eins og hann gerði hér í Vesturbæ. Hann er auðvitað frábær þjálfari. Við hlökkum til að taka höfðinglega á móti honum fyrir leik og síðan koma 90 mínútur og svo verður honum vel fagnað eftir leik. Fram liðið er vel skipulagt og með góða einstaklinga.“ „Við þurfum að vera uppá okkar allra besta og vera einbeittir til að eiga möguleika. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi milli þess að þora að spila boltanum og þora að halda í hann vegna þess að við erum betri með boltann heldur en að elta hann. Það er mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson var ánæður með sitt lið en svekktur með að fá ekki stigin þrjú er Vísir ræddi við hann eftir leik. „Það er auðvitað fúlt að þeir jafna tvisvar. Mér fannst við gera mikið meira en nóg til að vinna þennan leik. Við stjórnum honum allan tíman og mér fannst Vestri vera í basli allan leikinn. Það var bara eitt lið á vellinum. Við hleypum þeim inní þetta með nokkrum röngum ákvörðunum á boltanum. Heilt yfir í leik þar sem yfirburðirnir eru það miklir þá vill maður sjá þrjú stig fylgja með þar.“ sagði Óskar um leik dagsins og bætti við um frammistöðu síns liðs: „Ég met hana þannig að við mætum á völl sem er lúinn eftir sumarið og spilum á köflum fínan fótbolta. Höldum vel í boltann og komum okkur í góðar stöður. Varnarleikurinn að stærstum hluta leiksins fannst mér agaður. Klárlega eitthvað sem við getum byggt á.“ Þjálfarar liðanna voru greinilega ósammála um gang leiksins þar sem þeir töldu báðir að þeir hefði gert nóg til að vinna. Þegar Óskar var inntur eftir viðbrögðum við því að Davíð Smári þjálfari Vestra taldi sitt lið eiga sigur skilið sagði hann. „Get svosem ekki farið að telja upp færin. Mér fannst við fá fullt færum í þessum leik. Auðvitað fær Andri Rúnar gott færi í lokin en þá var það líka þannig að við ætluðum að sækja þrjú stig og orðnir býsna opnir.“ sagði Óskar og bætti við: „Ég ætla ekkert að fara að metast við Davíð Smára um hvor átti sigurinn skilið. Þetta voru bara gjörólíkir hættir á að nálgast fótboltaleik. Annað liðið vill halda í boltann en hitt liðið vill alls ekki vera með boltann. Ég ber virðingu fyrir því, þeir eru fínir í því. Þeir eru með gæða leikmenn sem geta refsað okkur. Hann segir það sem hann vill segja og ég áskil mér rétt til að vera ósammála honum. Enda sjáum við fótbolta á gjörólíkan hátt.“ KR var sterkari aðilinn framan af leik en það var nokkuð ljóst að eftir klukkustundar leik greip nokkuð stress um sig og uppspil liðsins varð tættara. Óskar var sammála því og sagði: „Það má alveg til sannsvegar færa að saga þeirra leikja þar sem hafa verið jafnir hefur verið við liðin í kringum okkur. Það hefur verið svolítið þannig að við höfum verið mjög sterkir í fyrri hálfleik en svo einmitt í kringum 60. mínútu hefur gripið um sig einhver hræðsla eða ótti.“ „Ég talaði um það fyrir leikinn að ótti væri góður drifkraftur en hann er jafn vondur þegar hann tekur yfir. Það er hluti af veseninu. En mér fannst við vinna okkur vel og hratt inní leikinn eftir að við missum smá tökin á honum. Það hefði verið auðvelt að hætta og gefast upp eftir að þeir jafna en við gerðum það ekki. Ég er stoltur af liðinu í dag.“ Guy Smit var að mati blaðamanns besti maður vallarins þar sem hann varði þrisvar vel í leiknum og bjargaði meðal annars KR frá tapi með vörslu í uppbótartíma. Smit var gagnrýndur harðlega í upphafi móts fyrir frammistöðu sína. „Hann hefur verið feykilega öflugur síðan ég tók við. Hann var auðvelt skotmark snemma á tímabilinu en hann hefur verið mjög góður á æfingum og í leikjum. Ég hef verið mjög ánægður með hann síðan ég tók við.“ Næsti leikur KR er heimaleikur gegn Fram þar sem Rúnar Kristinsson snýr í fyrsta sinn aftur á Meistaravelli sem þjálfari andstæðinga. Óskar var mjög spenntur fyrir viðureigninni og taldi sig vita hvað þurfi að gera í undirbúningnum fyrir leikinn: „Það verður erfiður leikur. Rúnar hefur verið að gera góða hluti uppí Úlfarsársdal eins og hann gerði hér í Vesturbæ. Hann er auðvitað frábær þjálfari. Við hlökkum til að taka höfðinglega á móti honum fyrir leik og síðan koma 90 mínútur og svo verður honum vel fagnað eftir leik. Fram liðið er vel skipulagt og með góða einstaklinga.“ „Við þurfum að vera uppá okkar allra besta og vera einbeittir til að eiga möguleika. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi milli þess að þora að spila boltanum og þora að halda í hann vegna þess að við erum betri með boltann heldur en að elta hann. Það er mikilvægt að við þorum að vera við sjálfir.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Vestri Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira