Ríkisstjórnin seilist í sjóði erfiðisvinnufólks Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. september 2024 16:02 Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar