Formúla 1

Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lando Norris kom fyrstur í mark í Singapúr.
Lando Norris kom fyrstur í mark í Singapúr. getty/Clive Rose

Lando Norris á McLaren vann öruggan sigur í kappakstrinum í Singapúr, átjándu keppni ársins í Formúlu 1.

Norris er nú með 279 stig í 2. sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen á Red Bull er efstur með 331 stig en sex keppnir eru eftir og 180 stig eru enn í pottinum.

Verstappen varð annar í kappakstrinum í dag og samherji Norris, Oscar Piastri, endaði í 3. sæti.

Norris hefur unnið þrjár keppnir á tímabilinu en hann hrósaði einnig sigri í Miami og Hollandi.

Næsta keppni fer fram í Austin, Texas 20. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×