Fjárfesting í háskólum Magnús Karl Magnússon skrifar 22. september 2024 10:32 Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Magnús Karl Magnússon Mest lesið Halldór 01.03.2025 Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun