Juventus lagði PSV í Meistaradeild Evrópu í vikunni en fyrir þann leik hafði liðið aðeins náð í stig gegn Empoli og svo annað stig gegn Roma. Lokatölur 0-0 í báðum þessum leikjum.
Það verður hins vegar ekki annað sagt en niðurstaða dagsins hafi verið réttlát. Antonio Conte mætti með sína menn í Napoli til að sækja stigið og það gerði hann. Heimamenn héldu boltanum löngum köflum en tókst ekki að skapa sér nein opin marktækifæri.
Battling away 🏴🇹🇷#JuveNapoli 0-0 pic.twitter.com/i8VaGMiZQW
— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 21, 2024
Staðan í Serie A er þannig að Napoli er í 2. sæti með 10 stig, einu minna en topplið Torino. Juventus er á sama tíma í 4. sæti með 9 stig.