Ólafur var þar með næst markahæsti leikmaður Karlskrona í leiknum á eftir hinum 25 ára gamla 3 Filip Psajd sem fór á kostum í leiknum og skoraði sex mörk í sex skotum.
Þeir Þorgils Jón Svövu Baldursson og Dagur Sverrir Kristjánsson eru einnig á mála hjá Karlskrona og komu við sögu í leik kvöldsins sem er fyrsti sigurleikur Karlskrona í deildinni á tímabilinu en í fyrstu umferð hafði liðið gert jafntefli Amo HK.
Næsti leikur Karlskrona verður á útivelli gegn Malmö á þriðjudaginn í næstu viku.