Varhugaverð þróun í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 20. september 2024 13:31 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla- og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín. Í raun má tala um kjaraskerðingu launafólks í þessu samhengi. ASÍ telur að rýna þurfi gaumgæfilega í afleiðingar slíkrar þróunar; ekki síst út frá kynja- og stéttasjónarmiði. Reynslan kennir að iðulega hafa slíkar breytingar afleiðingar sem ýmist eru ekki sýnilegar eða stjórnmálafólk kýs að horfa fram hjá. Því er full ástæða til að láta yfirborðslega skoðun aldrei nægja þegar valdhafar ákveða breytingar sem varða hagsmuni almennings. Niðurskurðarstefna og lúmskar afleiðingar hennar Því skal haldið til haga að breytingarnar eru viðbragð við áratuga langri vanfjármögnun leikskólakerfisins sem bitnað hefur á kjörum og aðbúnaði starfsfólks. Þegar leikskólunum er svo lengi þröngur stakkur sniðinn virðist eina úrræðið til bættra starfsaðstæðna sú að stytta leikskóladaginn því borin von sé að fá aukið fjármagn. Það er gömul saga og ný að þegar grunninnviðir eru vanfjármagnaðir til lengri tíma virðist eina lausnin sú að einkavæða, draga úr gæðum eða skerða þjónustu. Þetta sjáum við glögglega í íslenska heilbrigðiskerfinu nú um stundir sem haldið hefur verið í fjársvelti til að greiða fyrir einkavæðingu innan þess. Nýlegar breytingar miða að því að færri börn séu í leikskólum á sama tíma til að draga úr álagi á starfsfólk. Slíkt veldur óhjákvæmilega auknu álagi á foreldra og fjölskyldur sem annað hvort hlaupa hraðar eða minnka við sig vinnu. Þannig er velferð starfsfólks í leikskólum annars vegar og foreldra hins vegar stillt upp andspænis hvort öðru. Nær væri að kalla stjórnvöld til ábyrðar og krefjast viðunandi fjármögnunar leikskóla, sem augljóslega heyra til grunninnviða samfélagsins. Kópavogsmódelið Kópavogsmódelið svokallaða er eitt skýrasta dæmi þessarar þróunar en svo kallast breytt stefna og ný nálgun í leikskólamálum bæjarins. Síðastliðið haust innleiddi Kópavogsbær breytingar sem fólust í því að sex klukkustunda leikskóladvöl var gerð gjaldfrjáls. Samhliða gjaldskrárbreytingum var þjónustan skert með fjölgun svokallaðra skráningadaga. Á móti hækkaði gjald þeirra foreldra sem þurftu á lengri vistun barna að halda. Forsvarsfólk Kópavogsbæjar og fjöldi leikskólastjóra og starfsfólks leikskóla í Kópavogi hafa lýst yfir ánægju sinni með fyrirkomulagið. Kópavogsbær státar sig af góðri útkomu; þriðjungur foreldra hafi stytt dvalartíma barna og fimmtungur nýti sér gjaldfrjálsa þjónustu, hlutfall sem var 2% fyrir breytingar. Á þennan veg hafi vinnuaðstæður starfsfólks batnað. Gildrurnar - kynjajafnrétti og jöfnuður Á Íslandi er há atvinnuþátttaka í alþjóðlegum samanburði, sér í lagi atvinnuþátttaka kvenna, sem stendur undir góðum lífskjörum hér á landi. Leikskólarnir hafa gegnt lykilhlutverki í því að gefa báðum foreldrum færi á að vinna utan heimilis og jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á að þeir séu öllum aðgengilegir, óháð uppruna og efnahagsstöðu. Ætla má að hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa leikskóla í Kópavogi sé há- og millitekjufólk, með gott bakland og sveigjanlegan vinnutíma. Annar hópur sem líklegt er að nýti gjaldfrjálsu styttinguna eru foreldrar sem munar um hækkanir á leikskólagjöldum og taka ákvörðun um að minnka við sig í vinnu. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að í slíkum tilvikum kemur oftast í hlut kvenna að bregðast við breyttum fjölskylduaðstæðum með minni atvinnuþátttöku. Hvað atvinnuþátttökuna varðar ber að hafa í huga að nú þegar er tæplega þriðjungur kvenna á Íslandi í hlutastörfum. Samkvæmt niðurstöðum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, er helsta ástæðan fyrir skertu starfshlutfalli samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. Leiða má að því líkur að Kópavogsmódelið verði til þess að konum í hlutastörfum fjölgi þar sem kröfur til þeirra tengdar samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs munu vaxa. Ákvörðun Kópavogsbæjar mun því skerða enn frekar fjárhagslegt sjálfstæði kvenna og hefta framþróun þeirra á vinnumarkaði. Loks er ónefndur sá hópur fólks sem ekki hefur möguleika á að stytta vinnudaginn, t.d. vegna lítils sveigjanleika í vinnu og skorts á baklandi. Gjaldskrárhækkanir og skert þjónusta í formi skráningadaga koma því af fullum þunga niður á þessu fólki. Í þessum hópi er láglauna- og verkafólk, fullvinnandi einstæðir foreldrar og fjölskyldur með veikt bakland. Brýnt er að nefna innflytjendur í þessu samhengi en atvinnuþátttaka þeirra er meiri en innfæddra á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem þau hafa minna bakland, eðli málsins samkvæmt. Dulbúinn gjaldfrjáls leikskóli ASÍ gagnrýnir að ráðist sé í grundvallarbreytingar á grunninnviðum án þess að kafað sé í afleiðingar þeirra í víðum samfélagslegum skilningi. ASÍ gagnrýnir einnig að slík umskipti, sem varða sjálfan samfélagssáttmálann um rekstur leikskóla á forsendum jöfnuðar og kynjajafnréttis, séu framkvæmd án viðeigandi greininga á afleiðingum þeirra. Að lágmarki hefði Kópavogsbær átt að vinna jafnréttismat á slíkum breytingum, sem látið var ógert. ASÍ lítur það alvarlegum augum að slík kjaraskerðing vinnandi foreldra sé dulbúin sem „gjaldfrjáls" leikskóli, þegar slíkt stendur aðeins takmörkuðum hóp til boða með ófyrirséðum jafnréttisáhrifum. ASÍ hafnar því að linsa niðurskurðastefnu stýri þróun slíkra innviða. Ákall leikskólastarfsfólks um bættar starfsaðstæður og kjör er augljóslega réttmætt og um mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins verður aldrei efast. Það framlag á að virða starfsfólki til launa og bætts aðbúnaðar í stað niðurskurðar og minni þjónustu við börn og foreldra. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍGuðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun