„Vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna skrifstofustarf“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 08:01 Logi Geirsson, MMA bardagakappi og Norðurlandameistari. Vísir/Einar „Ég miklu frekar reyna fyrir mér í MMA heldur en að taka að mér eitthvað skrifstofustarf,“ segir Logi Geirsson sem náði eftirtektarverðum áfanga á dögunum. Segja má að Logi hafi átt skínandi frumraun þegar að hann reyndi fyrir sér í fyrsta sinn í MMA á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku á dögunum. Frá sjö ára aldri hefur nú hinn 19 ára gamli Logi reynt fyrir sér í hinum ýmsu bardagalistum og nú hefur hann tekið skrefið inn í MMA þar sem óhætt er að segja að hann hafi byrjað sinn keppnisferil af krafti. Hefur ekki kynnst öðru eins Logi, sem æfir og keppir undir merkjum Mjölnis, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í MMA í Danmörku á dögunum og það í frumraun sinni í bardagabúrinu. „Þetta var súrealísk upplifun. Ég í raun trúði þessu ekki fyrr en að ég var kominn inn í búrið og dómarinn gaf til kynna að bardaginn væri hafinn,“ segir Logi sem hefur verið viðriðinn bardagalistina frá sjö ára aldri. „Þá byrja ég að æfa taekwondo og um tólf ára aldurinn fór ég að finna fyrir löngum fyrir því að taka næsta skref og prófa eitthvað nýtt. Þá skráði ég mig í MMA unglingar námskeiðið hjá Mjölni. Það stóðst undir öllum mínum væntingum og það má segja sem svo að ég hafi alveg fundið mig í uppgjafarglímunni.“ „Þar byrjaði ég sem minnimáttar. Það voru allir töluvert stærri en ég. En eftir því sem leið á varð ég bara betri og betri. Ég fann hversu stórt hlutverk bardagatæknin hafði í uppgjafarglímunni. Það voru góðar fréttir fyrir mig því ég elska að útfæra og pæla í henni. Þá var æfingaandinn einnig svo góður hér hjá Mjölni og spilaði stóra rullu í því hversu vel manni leið á æfingum. Þegar að við vorum búnir að glíma tókumst við í hendur og urðum strax vinir aftur. Svo tilfinningin sem maður finnur eftir æfingar, þessi vellíðunartilfinning, ég hef ekki kynnst öðru eins áður.“ Varð seint stressaður Og ekki er hægt að segja að Logi hafi verið stressaður fyrir frumaun sinni í MMA á Norðurlandameistaramótinu á dögunum. Logi bjó yfir stóískri ró sem er nú eitt af einkennismerkjum eins af þjálfurum hans, UFC bardagakappanum Gunnari Nelson sem var í horni Loga á Norðurlandameistaramótinu ásamt aðalþjálfaranum Luka Jelcic. „Áður en að ég hélt á mótið voru æfingafélagarnir búnir að segja við mig að ég ætti að vera stressaður fyrir bardagann. Þá sérstaklega þegar að ég væri að ganga að bardagabúrinu en þá var ég bara að hlusta á tónlistina. Eina skiptið sem ég fann fyrir einhverju stressi var rétt fyrir bardagann þegar að ég horfði á andstæðinginn minn inn í búrinu.“ Logi fagnar sigri á andstæðingi sínum frá NoregiMynd: Klosterskov Foto. Logi vann yfirburðarsigur á andstæðingi sínum og tryggði sér þar með Norðurlandameistaratitilinn í MMA. „Hann var mjög langur, andstæðingur minn, og ég vildi því helst ekki fara í standandi bardaga á móti honum. Mér fannst ég finna það á honum að hann væri betri en ég í að boxa. Þá vildi ég frekar skjóta mér inn fyrir hans varnir og glíma við hann í gólfinu. Þar líður mér vel. Þar er minn bakgrunnur. Ég kom honum í golfið. Reyndi að kyrkja hann og þar með þvinga fram stöðvun á bardaganum. Það tókst því miður ekki en ég náði að lenda nokkrum góðum höggum í gólfinu og tryggði mér á endanum dómaraúrskurðinn.“ Luka Jelcic og Gunnar Nelson voru Loga til halds og trausts í bardaganum. Það að vera með þessa tvo í sínu horni hlýtur að hafa róandi áhrif? „Að sjálfsögðu. Þeir standa þétt við bakið á mér. Luka þjálfarar okkur á hverjum einasta degi hér í Mjölni og leggur sig fram við að hjálpa okkur að verða betri. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá honum. Þá mætir Gunnar reglulega á æfingar hjá okkur, æfir oft með okkur og ég trúi því eiginlega ekki enn þá að hann sé að gera það.“ Hann getur gert allt Gunnar Nelson hefur fylgt Loga eftir í MjölniVísir/Getty Logi er einn margra efnilegra MMA bardagakappa sem æfa hjá Mjölni og kom hann Gunnari Nelson skemmtilega á óvart. „Þetta er náttúrulega bara frábært hjá honum,“ segir Gunnar um frumraun Loga í bardagabúrinu. „Hann er að stíga þarna inn í fyrsta skipti en það sem að ég sá þetta kvöld í Danmörku er þaulreyndur keppnismaður miðað við aldur. Logi er ekki nema nítján ára gamall. Hann hefur keppt mikið í glímu hér á landi sem og erlendis, svo var hann mjög efnilegur í körfubolta á sínum tíma. Hann kann að æfa sem og keppa. Maður veit hins vegar aldrei hvort menn séu gerðir fyrir MMA fyrr en þeir stíga inn í bardagabúrið. Logi kom heldur betur á óvart í frumraun sinni þar og greip gæsina þegar að hún gafst.“ Þú segir að hann hafi komið þér á óvart. Hvað er það sem þú tókst eftir hjá honum? „Miðað við að vera stíga inn í bardagabúrið í fyrsta skipti fannst mér hann beittur. Hann var fljótur að koma sér í gírinn. Þegar að þú ert kominn á þetta efsta stig í MMA. Þar sem að menn eru að reyna slá þig af alefli. Stig þar sem að adrenalínið er með í för, þarftu að geta stillt þig, róað þig og beitt allri þinni kunnáttu án þess að vera þvæla það fyrir þér. Mér fannst Logi gera þetta frábærlega. Að ná svona miklum fókus í það sem að var hans frumraun. Hann getur gert allt. Ég veit allt um það. En að geta gert það undir þessu álagi. Í fyrsta skipti. Það sýnir að hann er keppnismaður“ Næsta kynslóð að koma upp: „Verður töluvert betri en ég“ Eins og áður segir eru margir efnilegir bardagakappar að koma í gegnum starf Mjölnis. „Logi er einn af þeim. Hann hefur verið að æfa hjá okkur síðan að hann var krakki. Núna erum við að sjá þessa nýju kynslóð bardagakappa hjá okkur. Kynslóðin sem er búin að alast upp í þessu. Sú kynslóð verður töluvert betri en ég var nokkurn tímann.“ En vill Logi sjálfur eiga feril í MMA? „Ég ætla að spila þetta eftir eyranu,“ svarar Logi. „Ef tækifærin bjóðast þá mun ég stökkva á þau. Ég vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna eitthvað skrifstofustarf.“ MMA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Segja má að Logi hafi átt skínandi frumraun þegar að hann reyndi fyrir sér í fyrsta sinn í MMA á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku á dögunum. Frá sjö ára aldri hefur nú hinn 19 ára gamli Logi reynt fyrir sér í hinum ýmsu bardagalistum og nú hefur hann tekið skrefið inn í MMA þar sem óhætt er að segja að hann hafi byrjað sinn keppnisferil af krafti. Hefur ekki kynnst öðru eins Logi, sem æfir og keppir undir merkjum Mjölnis, gerði sér lítið fyrir og tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í MMA í Danmörku á dögunum og það í frumraun sinni í bardagabúrinu. „Þetta var súrealísk upplifun. Ég í raun trúði þessu ekki fyrr en að ég var kominn inn í búrið og dómarinn gaf til kynna að bardaginn væri hafinn,“ segir Logi sem hefur verið viðriðinn bardagalistina frá sjö ára aldri. „Þá byrja ég að æfa taekwondo og um tólf ára aldurinn fór ég að finna fyrir löngum fyrir því að taka næsta skref og prófa eitthvað nýtt. Þá skráði ég mig í MMA unglingar námskeiðið hjá Mjölni. Það stóðst undir öllum mínum væntingum og það má segja sem svo að ég hafi alveg fundið mig í uppgjafarglímunni.“ „Þar byrjaði ég sem minnimáttar. Það voru allir töluvert stærri en ég. En eftir því sem leið á varð ég bara betri og betri. Ég fann hversu stórt hlutverk bardagatæknin hafði í uppgjafarglímunni. Það voru góðar fréttir fyrir mig því ég elska að útfæra og pæla í henni. Þá var æfingaandinn einnig svo góður hér hjá Mjölni og spilaði stóra rullu í því hversu vel manni leið á æfingum. Þegar að við vorum búnir að glíma tókumst við í hendur og urðum strax vinir aftur. Svo tilfinningin sem maður finnur eftir æfingar, þessi vellíðunartilfinning, ég hef ekki kynnst öðru eins áður.“ Varð seint stressaður Og ekki er hægt að segja að Logi hafi verið stressaður fyrir frumaun sinni í MMA á Norðurlandameistaramótinu á dögunum. Logi bjó yfir stóískri ró sem er nú eitt af einkennismerkjum eins af þjálfurum hans, UFC bardagakappanum Gunnari Nelson sem var í horni Loga á Norðurlandameistaramótinu ásamt aðalþjálfaranum Luka Jelcic. „Áður en að ég hélt á mótið voru æfingafélagarnir búnir að segja við mig að ég ætti að vera stressaður fyrir bardagann. Þá sérstaklega þegar að ég væri að ganga að bardagabúrinu en þá var ég bara að hlusta á tónlistina. Eina skiptið sem ég fann fyrir einhverju stressi var rétt fyrir bardagann þegar að ég horfði á andstæðinginn minn inn í búrinu.“ Logi fagnar sigri á andstæðingi sínum frá NoregiMynd: Klosterskov Foto. Logi vann yfirburðarsigur á andstæðingi sínum og tryggði sér þar með Norðurlandameistaratitilinn í MMA. „Hann var mjög langur, andstæðingur minn, og ég vildi því helst ekki fara í standandi bardaga á móti honum. Mér fannst ég finna það á honum að hann væri betri en ég í að boxa. Þá vildi ég frekar skjóta mér inn fyrir hans varnir og glíma við hann í gólfinu. Þar líður mér vel. Þar er minn bakgrunnur. Ég kom honum í golfið. Reyndi að kyrkja hann og þar með þvinga fram stöðvun á bardaganum. Það tókst því miður ekki en ég náði að lenda nokkrum góðum höggum í gólfinu og tryggði mér á endanum dómaraúrskurðinn.“ Luka Jelcic og Gunnar Nelson voru Loga til halds og trausts í bardaganum. Það að vera með þessa tvo í sínu horni hlýtur að hafa róandi áhrif? „Að sjálfsögðu. Þeir standa þétt við bakið á mér. Luka þjálfarar okkur á hverjum einasta degi hér í Mjölni og leggur sig fram við að hjálpa okkur að verða betri. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá honum. Þá mætir Gunnar reglulega á æfingar hjá okkur, æfir oft með okkur og ég trúi því eiginlega ekki enn þá að hann sé að gera það.“ Hann getur gert allt Gunnar Nelson hefur fylgt Loga eftir í MjölniVísir/Getty Logi er einn margra efnilegra MMA bardagakappa sem æfa hjá Mjölni og kom hann Gunnari Nelson skemmtilega á óvart. „Þetta er náttúrulega bara frábært hjá honum,“ segir Gunnar um frumraun Loga í bardagabúrinu. „Hann er að stíga þarna inn í fyrsta skipti en það sem að ég sá þetta kvöld í Danmörku er þaulreyndur keppnismaður miðað við aldur. Logi er ekki nema nítján ára gamall. Hann hefur keppt mikið í glímu hér á landi sem og erlendis, svo var hann mjög efnilegur í körfubolta á sínum tíma. Hann kann að æfa sem og keppa. Maður veit hins vegar aldrei hvort menn séu gerðir fyrir MMA fyrr en þeir stíga inn í bardagabúrið. Logi kom heldur betur á óvart í frumraun sinni þar og greip gæsina þegar að hún gafst.“ Þú segir að hann hafi komið þér á óvart. Hvað er það sem þú tókst eftir hjá honum? „Miðað við að vera stíga inn í bardagabúrið í fyrsta skipti fannst mér hann beittur. Hann var fljótur að koma sér í gírinn. Þegar að þú ert kominn á þetta efsta stig í MMA. Þar sem að menn eru að reyna slá þig af alefli. Stig þar sem að adrenalínið er með í för, þarftu að geta stillt þig, róað þig og beitt allri þinni kunnáttu án þess að vera þvæla það fyrir þér. Mér fannst Logi gera þetta frábærlega. Að ná svona miklum fókus í það sem að var hans frumraun. Hann getur gert allt. Ég veit allt um það. En að geta gert það undir þessu álagi. Í fyrsta skipti. Það sýnir að hann er keppnismaður“ Næsta kynslóð að koma upp: „Verður töluvert betri en ég“ Eins og áður segir eru margir efnilegir bardagakappar að koma í gegnum starf Mjölnis. „Logi er einn af þeim. Hann hefur verið að æfa hjá okkur síðan að hann var krakki. Núna erum við að sjá þessa nýju kynslóð bardagakappa hjá okkur. Kynslóðin sem er búin að alast upp í þessu. Sú kynslóð verður töluvert betri en ég var nokkurn tímann.“ En vill Logi sjálfur eiga feril í MMA? „Ég ætla að spila þetta eftir eyranu,“ svarar Logi. „Ef tækifærin bjóðast þá mun ég stökkva á þau. Ég vil miklu frekar eiga feril í MMA heldur en að vinna eitthvað skrifstofustarf.“
MMA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira