Reyndist ekki faðir stúlknanna Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2024 12:52 Lögregla hafði afskipti af stúlkunum þegar þær komu til landsins með flugi 4. júlí 2023. Vísir/Vilhelm Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Annar mannanna var skráður faðir stúlknanna í kerfum íslenskra stjórnvalda en rannsókn á lífsýnum leiddi í ljós að það var ekki rétt. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir í samtali við fréttastofu að tveir menn hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á málinu. Landsréttur birti í dag úrskurð í máli annars mannanna þar sem úrskurður Héraðsdóms Reykjaness um vikulangt gæsluvarðhald var staðfest. Fram kemur að lögregla á Suðurnesjum hafi nú til rannsóknar mál mannsins og snúa ætluð brot hans að mansali, skjalafalsi, röngum framburði og að hafa skipulagt smygl á fólki til landsins. Sögðust vera komnar til að hitta föður sinn Málið má rekja til þess að lögregla hafði afskipti af tveimur erlendum stúlkum, sem báðar voru undir átján ára, þegar þær komu með flugi til landsins í júlí 2023. Þær sögðust þá vera komnar til landsins til að hitta föður sinn sem ætti heima hér á landi. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að stúlkunum hafi verið veitt dvalarleyfi sem barn Íslendings, hins grunaða í málinu, sem væri jafnframt skráður sem faðir þeirra í kerfum íslenskra stjórnvalda. Stúlkurnar sögðu vin föður þeirra þá hafa verið kominn í flugstöðina að sækja þær og gáfu upp símanúmer hans. Lögregla staðfesti að það símanúmer væri skráð á þann aðila sem sé með ótímabundið dvalarleyfi á Íslandi. Fyrstu dagana dvöldu stúlkurnar í úrræðum á vegum barnaverndar en voru svo sameinaðar manninum. Hafði bara aðgang að drengnum í gegnum hinn grunaða Fram kemur að lögregla hafi rökstuddan grun til að ætla að stúlkurnar búi við slæmar aðstæður. Þá liggi fyrir að önnur stúlkan sé barnshafandi en óvíst sé hver faðirinn sé. Einnig liggur fyrir að hin stúlkan sé HIV-smituð og móðir drengs sem hún hafi ekki haft aðgang að nema í gegnum hinn grunaða í málinu. Að kröfu Útlendingastofnunar gengust stúlkurnar og maðurinn undir DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að hann sé ekki faðir stúlknanna og dvalarleyfi þeirra hafi grundvallast á. Þá hafi skjöl sem staðfestu það að maðurinn hafi vitað að hann væri ekki faðir þeirra, áður en dvalarleyfi fyrir þær hafi verið gefið út, fundist sama dag og héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald. Lögregla grunar einnig að maðurinn standi ekki einn að verki heldur eigi sér samverkamenn. Rannsókn miðar vel Í úrskurðinum kemur ennfremur fram að rannsókn málsins sé í fullum gangi hjá lögreglu og miði ágætlega áfram. Ákveðið var að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þar sem lögregla taldi að maðurinn myndi torvelda rannsókn málsins, með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á samseka eða vitni ef hann gengi laus. Héraðsdómur ákvað að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi, en þó ekki lengur en til fimmtudagsins 19. september klukkan 16. Landsréttur staðfesti svo þá niðurstöðu á mánudag, en úrskurður Landsréttar var birtur í dag. Aðspurður segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ekki tímabært að upplýsa hvort að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Mansal Smygl Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira