Grænlenska lögreglan segir í samtali við Sermitsiaq að tilkynning hafi borist klukkan þrjú að staðartíma í nótt að þrjátíu metra skip hafi siglt á sker á svæðinu. Björgunarlið hafi þá verið kallað út og náð að koma skipverjunum frá borði áður en það sökk.
Slökkvilið vinnur nú að því að koma í veg fyrir að olía úr skipinu leki út. Í frétt Sermitsiaq segir að tilkynnt hafi verið um einhvern olíuleka en að ekki sé vitað um umfang hans.
Talið er að milli 15 og 20 þúsund lítrar af dísilolíu hafi verið í skipinu, auk um þúsund lítra af mótorolíu.
Skipið var á leið til Qaqortoq en sigldi á sker og sökk nærri Nanortalik.