Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 15:12 Elíasi Gíslasyni fannst hvimleitt að þurfa að fletta í gegnum fjölda síðna til þess að leita að lausum rástímum í golf. Hann bjó því til síðu þar sem hægt er að sjá stöðuna í fjölda klúbba á einum og sama staðnum. Vísir Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni. Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni.
Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira