Sparar kylfingum tíma með rástímaleitarsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2024 15:12 Elíasi Gíslasyni fannst hvimleitt að þurfa að fletta í gegnum fjölda síðna til þess að leita að lausum rástímum í golf. Hann bjó því til síðu þar sem hægt er að sjá stöðuna í fjölda klúbba á einum og sama staðnum. Vísir Kylfingar geta nú nálgast upplýsingar um lausa rástíma á golfvöllum á aðgengilegri hátt en áður hefur verið hægt á nýrri vefsíðu sem fór í loftið í byrjun vikunnar. Forritari með golfáhuga bjó síðuna til fyrir sig og félaga sína í huga en ákvað að opna hana öllum. Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni. Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Fram að þessu hafa kylfingar í leit að lausum rástíma þurft að fletta í gegnum rástímabókunarsíður hvers klúbbs fyrir sig í snjallforritinu Golfbox. Á vefsíðunni Golfrástímar (rastimar.is) er hins vegar hægt að sjá yfirlit yfir lausa tíma í fjölda golfklúbba á einni og sömu síðunni sem einfaldar leitina umtalsvert. Vefurinn er frumkvæði Elíasar Gíslasonar, framendaforritara hjá Reykjavíkurborg, sem var orðinn þreyttur á viðmótinu í Golfbox-appinu þegar hann leitaði að rástímum, sérstaklega samdægurs. Einnig er að finna upplýsingar um lausa tíma í golfhermum hjá hinum og þessum fyrirtækjum sem bjóða upp á þá. „Það er svolítið tímafrekt að finna lausa tíma. Það þarf að fletta í gengum alla vellina, tala nú ekki um með golfhermana. Nú þegar er að koma vetur eru allir að færa sig inn. Það eru alla vegana átta til tíu vefsíður sem ég veit um þar sem maður þarf alltaf að fara í gegnum allt bókunarferlið hjá þeim til þess að finna lausa tíma. Núna er þetta bara allt á einu bretti,“ segir Elías við Vísi. Þegar hann er ekki að leita að rástímum vinnur Elías sem framendaforritari hjá Reykjavíkurborg og hjá sprotafyrirtækinu Hoobla.Aðsend Vildi leyfa öllum að njóta góðs af síðunni Elías setti vefsíðuna sama á tveimur til þremur dögum en upplýsingarnar sótti hann úr Golfbox-appinu og bókunarsíðum golfhermafyrirtækjanna. Upphaflega hugsaði hann síðuna bara fyrir sjálfan sig og félaga sína. „Svo hugsaði ég bara með mér: af hverju ekki að opna þetta fyrir alla og leyfa öllum að njóta góðs af þessu. Þetta er svo brjálæðislega þægilegt, þykir mér alla vegana,“ segir Elías. Ekki er hægt að bóka rástíma í gegnum vefsíðuna en Elías segir ekki útilokað að það verði hægt í framtíðinni. Eins og sakir standa eru aðeins vellir á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni sýndir á síðunni en Elías býst við að allir vellir landsins verði þar næsta sumar. Um tvö þúsund manns hafa heimsótt vefsíðuna frá því á mánudag þrátt fyrir að hún hafi ekki verið auglýst fyrir utan færslu í Facebook-hópi fyrir kylfinga á Íslandi. „Bara frábærar viðtökur og allir bara ofboðslega sáttir við þetta. Það er greinilega mikil vöntun á þessu,“ segir Elías. Elías segist ekki hafa hugsað sér vefsíðuna sem sérstaka tekjulind heldur lausn til þess að einfalda golfsamfélaginu lífið. Hann sé þó opinn fyrir því ef einhver vilji auglýsa á síðunni í framtíðinni.
Golf Golfvellir Neytendur Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira