Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. september 2024 12:33 Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill. Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslenskt viðskiptalíf? Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslensk heimili? Jæja, þessi ótti minn. Það er orðið tímabært að ég skili honum af mér og haldi bara mínu lífi áfram. Smá formáli. Íslenska rafkrónan fór hljóðlega af stað. Mér að vitandi þá hefur ekki verið fjallað sérstaklega um íslensku rafkrónuna inn á Alþingi. Kannski að það hafi farið framhjá mér. Hver veit. Ég er eiginlega að vona það, því það skelfir mig smá þessi litla umfjöllun. Tilraunir með notkun hennar hafa staðið frá vori 2023, í umsjá Seðlabankans. Leyfi til þess var gefið frá Alþingi í formi lítilla laga sem enginn tók eftir. Þeir sem ég hef rætt við, benda allir á að breytingin sé engin. Millifærslur með fjármagn hér á landi eru allar rafrænar hvort sem er. Hvaða máli skiptir það að þær séu gerðar í formi íslenskrar rafkrónu? Kannski er réttast að byrja á þeirri spurningu. Hver er munurinn? Ég ætla mér ekki að svara neinum af þessum spurningum. Ég ætla bara að varpa þeim fram. Í von um að einhverjum þessum spurningum verði svarað af fagfólki. Í von um að skilningurinn á breytingunum aukist. Því íslenska rafkrónan er rafræn útgáfa af íslensku krónunni, hún er rafmynt, en ekki venjuleg rafmynt. Hún er ríkisstýrð, rekjanleg, forritanleg rafmynt. Þema nr. 2. Hvað þýðir það að rafkrónan sé ríkisstýrð? Verður hún helsti farvegur miðlunar peningastefnunnar? Hvernig mun stjórnun á fjármagnsflæði koma til með að breytast? Mun þetta aðstoða Seðlabankann til stýringar á gengi, á stýrivöxtum og á verðbólgu? Þema nr. 3. Mun rafkrónan bera vexti og hvaða afleiðingar mun það þá hafa fyrir miðlun peningastefnunnar og fjármálamarkaðinn? Þema nr. 4. Munu bankarnir í alvöru ekki geta lengur búið til fjármagn í umferð? Mun það koma til með að hafa áhrif á hagnað hjá viðskiptabönkunum? Bankarnir hafa verið að hjálpa Seðlabankanum að stilla upp öllum kerfum bak við tjöldin. Er það gert að manngæsku einni saman? Hverju hefur þeim verið lofað fyrir að standa í því? Þema nr.5. Allar rafmyntir ferðast um höfin í gegnum Blockchain. Allar færslur á Blockchain eru rekjanlegar. Hvað þýðir þetta fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga? Hverjir munu hafa aðgang að fjármagnsupplýsingum og í hvaða formi? Mun skatturinn komast í öll gögn? Munu allar fjármagnsupplýsingar bara poppa upp á skattframtölum? Með innleiðingu rafkrónunnar þá er ekki ætlað að útrýma seðlum og myntum. En mun þrýstingur aukast til að taka út alla seðla í umferð, til að halda öllu sýnilegu? Þýðir þetta endalok svarts hagkerfis? Þema nr.5. Hvaða afleiðingar getur það haft að íslenska rafkrónan er forritanleg? Hvaða forritun verður sett á notkun gjaldmiðilsins? Hvaða lög og reglur verða settar um notkun á forritun gjaldmiðilsins? Verður horft á siðferðisleg sjónarmið þegar kemur að forrituninni? Mun þetta þýða að ríkið geti sett skilyrði á fjármagnshreyfingar? Mun verða sett skilyrði um eignartíma fjármagns? Mun verða sett skilyrði um hámark eignastöðu fyrirtækja og/eða einstaklinga inn á bankareikningum? Verður hægt að binda notkun á fjármagni við verslun til ákveðinna aðila? Verður hægt að setja takmarkanir á notkun fjármagns? Þema nr.6. Í hversu miklu mæli er farið að nota íslensku rafkrónuna á bak við tjöldin? Hvaða áhrif eru að koma í ljós, sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir? Þema nr.7. Endanleg ákvörðun um útgáfu verður ekki tekin nema með aðkomu stjórnvalda og að undangengnu samtali við helstu hagsmunaaðila og almenning. En það er bara ekkert að gerast hérna. Hvenær er orðið tímabært að taka upp þetta mál. Hvaða elda þarf að kveikja undir hvaða rössum, til að eyða út óvissu þegar kemur að íslensku rafkrónunni. Á að búa til hérna einhvern samfélagslegan ótta, sem menn vilja helst ekki takast á við. Verður þetta aðal kosningarmálið í næstu kosningum? Og hvað ætlum við að setja í forgang ef svo skyldi vera? Ætlum við að kjósa fólk sem við treystum til að taka siðferðislega réttar ákvarðanir þegar kemur að lagagerð um rafkrónuna, eða mun okkur standa á sama? Já og kannski líka, verður þörf á því að gera stjórnarskrárbreytingar til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig? Þema nr.8. Menn skyldu kannski spyrja sig hvar minn ótti sé mestur. Jú ég skal svara því, undir rós. Ég ætla bara að leyfa ykkur sjálfum að taka þessa spurningu lengra. Spurningin sem hefur ómað í kollinum hjá mér er að siðferðislegum toga. Hverjir skyldu hagnast einna mest með upptöku íslenskrar rafkrónu? Gæti það verið íslenska ríkið og Seðlabankinn? Ef svo er, haldið þið að það sé vitneskja sem menn hafa velt fyrir sér? Hefur það haft einhverjar afleiðingar og hvað haldið þið þá að þær gæti hafa verið? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Hugsunin um íslensku rafkrónuna var ótti sem var magnaður smá upp í mér þegar ég gekk í gegnum eldskírn á ótta í andlegri vakningu. Nú einu og hálfu ári seinna, þá situr þessi ótti enn í mér. Spurningar sem ég hef haft í huga frá því ég tók eftir rafkrónunni standa flest allar enn ósvaraðar og áhuginn á því að ræða að hey, það er kominn nýr gjaldmiðill hér í landi, er ekkert svo mikill. Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslenskt viðskiptalíf? Hverjar geta afleiðingar verið fyrir íslensk heimili? Jæja, þessi ótti minn. Það er orðið tímabært að ég skili honum af mér og haldi bara mínu lífi áfram. Smá formáli. Íslenska rafkrónan fór hljóðlega af stað. Mér að vitandi þá hefur ekki verið fjallað sérstaklega um íslensku rafkrónuna inn á Alþingi. Kannski að það hafi farið framhjá mér. Hver veit. Ég er eiginlega að vona það, því það skelfir mig smá þessi litla umfjöllun. Tilraunir með notkun hennar hafa staðið frá vori 2023, í umsjá Seðlabankans. Leyfi til þess var gefið frá Alþingi í formi lítilla laga sem enginn tók eftir. Þeir sem ég hef rætt við, benda allir á að breytingin sé engin. Millifærslur með fjármagn hér á landi eru allar rafrænar hvort sem er. Hvaða máli skiptir það að þær séu gerðar í formi íslenskrar rafkrónu? Kannski er réttast að byrja á þeirri spurningu. Hver er munurinn? Ég ætla mér ekki að svara neinum af þessum spurningum. Ég ætla bara að varpa þeim fram. Í von um að einhverjum þessum spurningum verði svarað af fagfólki. Í von um að skilningurinn á breytingunum aukist. Því íslenska rafkrónan er rafræn útgáfa af íslensku krónunni, hún er rafmynt, en ekki venjuleg rafmynt. Hún er ríkisstýrð, rekjanleg, forritanleg rafmynt. Þema nr. 2. Hvað þýðir það að rafkrónan sé ríkisstýrð? Verður hún helsti farvegur miðlunar peningastefnunnar? Hvernig mun stjórnun á fjármagnsflæði koma til með að breytast? Mun þetta aðstoða Seðlabankann til stýringar á gengi, á stýrivöxtum og á verðbólgu? Þema nr. 3. Mun rafkrónan bera vexti og hvaða afleiðingar mun það þá hafa fyrir miðlun peningastefnunnar og fjármálamarkaðinn? Þema nr. 4. Munu bankarnir í alvöru ekki geta lengur búið til fjármagn í umferð? Mun það koma til með að hafa áhrif á hagnað hjá viðskiptabönkunum? Bankarnir hafa verið að hjálpa Seðlabankanum að stilla upp öllum kerfum bak við tjöldin. Er það gert að manngæsku einni saman? Hverju hefur þeim verið lofað fyrir að standa í því? Þema nr.5. Allar rafmyntir ferðast um höfin í gegnum Blockchain. Allar færslur á Blockchain eru rekjanlegar. Hvað þýðir þetta fyrir íslensk fyrirtæki og einstaklinga? Hverjir munu hafa aðgang að fjármagnsupplýsingum og í hvaða formi? Mun skatturinn komast í öll gögn? Munu allar fjármagnsupplýsingar bara poppa upp á skattframtölum? Með innleiðingu rafkrónunnar þá er ekki ætlað að útrýma seðlum og myntum. En mun þrýstingur aukast til að taka út alla seðla í umferð, til að halda öllu sýnilegu? Þýðir þetta endalok svarts hagkerfis? Þema nr.5. Hvaða afleiðingar getur það haft að íslenska rafkrónan er forritanleg? Hvaða forritun verður sett á notkun gjaldmiðilsins? Hvaða lög og reglur verða settar um notkun á forritun gjaldmiðilsins? Verður horft á siðferðisleg sjónarmið þegar kemur að forrituninni? Mun þetta þýða að ríkið geti sett skilyrði á fjármagnshreyfingar? Mun verða sett skilyrði um eignartíma fjármagns? Mun verða sett skilyrði um hámark eignastöðu fyrirtækja og/eða einstaklinga inn á bankareikningum? Verður hægt að binda notkun á fjármagni við verslun til ákveðinna aðila? Verður hægt að setja takmarkanir á notkun fjármagns? Þema nr.6. Í hversu miklu mæli er farið að nota íslensku rafkrónuna á bak við tjöldin? Hvaða áhrif eru að koma í ljós, sem menn höfðu ekki gert sér grein fyrir? Þema nr.7. Endanleg ákvörðun um útgáfu verður ekki tekin nema með aðkomu stjórnvalda og að undangengnu samtali við helstu hagsmunaaðila og almenning. En það er bara ekkert að gerast hérna. Hvenær er orðið tímabært að taka upp þetta mál. Hvaða elda þarf að kveikja undir hvaða rössum, til að eyða út óvissu þegar kemur að íslensku rafkrónunni. Á að búa til hérna einhvern samfélagslegan ótta, sem menn vilja helst ekki takast á við. Verður þetta aðal kosningarmálið í næstu kosningum? Og hvað ætlum við að setja í forgang ef svo skyldi vera? Ætlum við að kjósa fólk sem við treystum til að taka siðferðislega réttar ákvarðanir þegar kemur að lagagerð um rafkrónuna, eða mun okkur standa á sama? Já og kannski líka, verður þörf á því að gera stjórnarskrárbreytingar til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig? Þema nr.8. Menn skyldu kannski spyrja sig hvar minn ótti sé mestur. Jú ég skal svara því, undir rós. Ég ætla bara að leyfa ykkur sjálfum að taka þessa spurningu lengra. Spurningin sem hefur ómað í kollinum hjá mér er að siðferðislegum toga. Hverjir skyldu hagnast einna mest með upptöku íslenskrar rafkrónu? Gæti það verið íslenska ríkið og Seðlabankinn? Ef svo er, haldið þið að það sé vitneskja sem menn hafa velt fyrir sér? Hefur það haft einhverjar afleiðingar og hvað haldið þið þá að þær gæti hafa verið? Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun