Grimm barátta og sviptingar í Fortnite Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2024 11:26 Þeir voru 55 spilararnir sem mættu ljóngrimmir til leiks í 2. umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite á mánudagskvöld þegar hart var barist um toppsætin. Önnur umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite fór fram á mánudagskvöld og nokkrar sviptingar voru á stigatöflunni á meðan um 55 spilarar tókust á í tveimur leikjum sem höfðu talsverð áhrif á stöðuna á topp 10 listanum. Þegar leikar hófust í ELKO-Deildinni í gærkvöld voru spilararnir iKristoo og denas 13 í tveimur efstu sætunum. iKristoo datt hins vegar út snemma í fyrri leiknum þar sem denas 13 landaði sínum öðrum sigri í röð. iKristoo náði vopnum sínum í seinni leiknum sem endaði sem einhvers konar einvígi „kristóanna“ og lauk með sigri krizzto og iKristoo í öðru sæti. Ólafur Hrafn Steinarsson og Stefán Atli Rúnarsson lýstu leikjunum í beinni útsendingu og bentu á að mun fleiri keppendur væru mættir til leiks en í síðustu viku og einnig ljóst að þeir kæmu mun grimmari til leiks en síðast. Að tveimur umferðum og fjórum leikjum loknum er denas 13 í 1. sæti með 99 stig, iKristoo í 2. sæti með 96 stig og krizzto í því þriðja með 75 stig. Staðan breytist hins vegar hratt með hverjum leik og enn getur allt gerst þar sem sextán leikir eru enn eftir og haugur at stigum í pottinum. Staðan í ELKO-deildinni í Fortnite eftir 2. umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn
Þegar leikar hófust í ELKO-Deildinni í gærkvöld voru spilararnir iKristoo og denas 13 í tveimur efstu sætunum. iKristoo datt hins vegar út snemma í fyrri leiknum þar sem denas 13 landaði sínum öðrum sigri í röð. iKristoo náði vopnum sínum í seinni leiknum sem endaði sem einhvers konar einvígi „kristóanna“ og lauk með sigri krizzto og iKristoo í öðru sæti. Ólafur Hrafn Steinarsson og Stefán Atli Rúnarsson lýstu leikjunum í beinni útsendingu og bentu á að mun fleiri keppendur væru mættir til leiks en í síðustu viku og einnig ljóst að þeir kæmu mun grimmari til leiks en síðast. Að tveimur umferðum og fjórum leikjum loknum er denas 13 í 1. sæti með 99 stig, iKristoo í 2. sæti með 96 stig og krizzto í því þriðja með 75 stig. Staðan breytist hins vegar hratt með hverjum leik og enn getur allt gerst þar sem sextán leikir eru enn eftir og haugur at stigum í pottinum. Staðan í ELKO-deildinni í Fortnite eftir 2. umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn
Spennan magnast í Fortnite-samfélaginu „Stemningin er mjög mikil og góð enda er Fortnite er einn af stærstu keppnisleikjunum í heiminum í dag, allaveganna á topp 5 listanum, og samfélagið hérna á Íslandi mjög stórt“ segir Atli Már Guðfinnsson, verkefnastjóri hjá Rafíþróttasambandi Íslands og mótastjóri ELKO-Deildarinnar í Fortnite sem hefst föstudaginn 6. september. 2. september 2024 18:36