Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 23:03 Dómssalur héraðsdóms Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kona hefur verið sýknuð af ákæru um ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginmanni sínum. Litið var til hæðarmunar þeirra tveggja við aðalmeðferð og ekki talið hafið yfir allan vafa að hún hafi valdið þeim áverkum sem á honum voru. Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Konan var ákærð fyrir líkamsáras eftir að maðurinn lagði fram kæru vegna atviks sem átti sér stað við heimili hennar þann 15. desember 2022. Í dómi héraðsdóms Reykjaness er málavöxtum lýst þannig að maðurinn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu að heimili hennar, tekið á mótið lögreglu og lýst aðstæðum. Að hans sögn hafi þau rifist og hún kýlt hann í andlitið nokkrum sinnum. Við skoðun á Landspítala hafi mátt sjá eymsli og væga bólgu á vinstri kjálaka og tognun og lítið mar á neðri vör. Í dómnum kemur fram að saman eigi þau tvær dætur. Við skýrslutöku lýsti konan því að hún hafi heyrt þrusk niðri í kjallara íbúðar hennar og áttað sig á því að þar væri fyrrverandi hennar á ferð að skila hjóli dótturinnar. Hún hafi spurt út í matarmiða fyrir dóttur þeirra, stúlkan hafi sagt henni að hann hafi ekki keypt matarmiða í skólanum fyrir stúlkuna. Hún hafi kallað hann ljótum nöfnum og kvaðst hafa stuggað við honum, ýtt í andlit hans með flötum lófa líklega tvisvar sinnum. Hún sagðist hafa margsinnis beðið hann að fara en hann ekki orðið við því. Það sé hins vegar útilokað að við það hafi brotaþoli fengið áverka, en hún hafi ekki séð áverka á honum. Maðurinn væri sömuleiðis mun stærri en hún og hann hafi oft misst stjórn á sér gagnvart henni. Maðurinn kvaðst hafa orðið fyrir höggum og það hafi verið erfitt að víkja sér undan þar sem hann hafi staðið upp við vegg. Sambýlismaður konunnar bar vitni og sagðist hafa komið að þeim þar sem maðurinn hafi staðið ógnandi yfir henni og sakað hana um að eyða meðlagi, sem hann greiddi, í sjálfa sig. Hann hafi verið með algera yfirburði yfir ákærðu. Lögreglumaður sem bar vitni sagði manninn hafa verið með roða á kinn þegar hann kom á vettvang. Í niðurstöðu dómsins er bent á það að við aðalmeðferð hafi sést að mikill hæðarmunur væri á hjónunum fyrrverandi. Líkur standi til þess að maðurinn hafi töluverða líkamlega yfirburði og því ósennilegt að hún hafi getað slegið manninn þrisvar til fimm sinnum í andlitið án þess að hann kæmi vörnum við. Litið var til þess að áverkarnir hafi verið minniháttar í læknisfræðilegum skilningi og ekki hægt að útiloka að áverkar hafi hlotist af öðru. Ákæruvaldið hafi því ekki axlað sönnunarbyrði sína og fært fram fullnægjandi sönnun fyrir sekt konunnar. Konan var því sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira