Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2024 20:06 Ólafur Dýrmundsson, sauðfjárbóndi í Reykjavík, sem er búin að halda kindur í höfuðborginni í 67 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun. Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira