Hafa ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkun Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 11:31 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Stjórnendur Landsbankans hafa ekki tekið ákvörðun um að feta í fótspor hinna stóru viðskiptabankanna tveggja og hækka vexti á verðtryggðum lánum. Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Arion banki tilkynnti á miðvikudag að vextir verðtryggðra lána hækkuðu um 0,5 prósentustig og 0,6 prósentustig. Bankinn réttlætti vaxtahækkunina með vísan til hækkunar ávöxtunarkröfu þeirra skuldabréfa sem bankinn fjármagnar verðtryggð útlán sín með. Um er að ræða tólf og fimmtán prósenta hækkun vaxta. Á föstudaginn fylgdi Íslandsbanki Arion og tilkynnti um hækkun vaxta verðtryggða lána. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um tólf prósenta hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. Kosti heimilin tugi þúsunda á mánuði Ákvarðanir bankanna tveggja hafa sætt mikilli gagnrýni. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur sagt ákvörðun Arion banka merki um taumlausa græðgi og dósent í viðskiptafræði segir vaxtahækkanir munu geta kostað heimilin tugi þúsunda króna á mánuði. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ sagði Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Engin ákvörðun verið tekin Þróun ávöxtunarkröfu skuldabréfa sem Íslandsbanki og Landsbankinn nota til þess að fjármagna verðtryggð útlán hefur verið svipuð þróunar bréfa Arion banka. Áhugasamir geta skoðað ávöxtunarkröfu bréfanna sem um ræðir á Keldunni. Verðtryggðu bréfin eru auðkennd með skammstöfun bankanna og bókstöfunum CBI. Vísir sendi Íslandsbanka og Landsbankanum fyrirspurn á fimmtudag. Morguninn eftir hafði Íslandsbanki tilkynnt vaxtahækkun og síðdegis barst svar Landsbankans. „Við höfum ekki tekið ákvörðun um vaxtabreytingar,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. 11. september 2024 16:39