Fótbolti

Ísak Berg­mann lagði upp mark í sigri í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson sést hér í leik Fortuna Düsseldorf og Herthu Berlín í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson sést hér í leik Fortuna Düsseldorf og Herthu Berlín í dag. Getty/Maja Hitij

Ísak Bergmann Jóhannesson lét til sína taka þegar lið hans Fortuna Düsseldorf vann góðan útisigur á Herthu Berlín.

Fortuna Düsseldorf vann leikinn 2-0 og er sem stendur í efsta sæti þýsku b-deildarinnar.

Ísak Bergmann var eini Íslendingurinn í byrjunarliðinu í þessum Íslendingaslag en þeir Valgeir Lunddal Friðriksson hjá Düsseldorf og Jón Dagur Þorsteinsson hjá Herthu byrjuðu báðir á bekknum.

Ísak lagði upp fyrsta mark leiksins sem Dawid Kownacki skoraði á þrettándu mínútu. Þetta er fyrsta markið sem Ísak á þátt í á þessari leiktíð.

Düsseldorf komst tveimur mörkum yfir með marki Jona Niemiec á 66. mínútu.

Jón Dagur kom inn á sem varamaður á 59. mínútu þegar staðan var enn 1-0. Valgeir spilaði síðustu níu mínútur leiksins en Ísak fór af velli á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×