Vextir niðurlægja og drepa Einar Baldvin Árnason skrifar 14. september 2024 22:02 „Vextir niðurlægja og drepa. Vextir eru grafalvarleg synd. Þeir myrða, þeir traðka á mannlegri reisn, ala á spillingu, og standa í vegi almennrar velmegunar.” Svo mælti hans heilagleiki Frans páfi, reyndar ekki á Íslandi 2024, þó það væri vel við hæfi, heldur á fundi kaþólskra góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk sem hefur lent illa undir okurvöxtum. Hér tjáði páfi sig á sama hátt og kaþólska kirkjan hefur raunar alltaf gert, enda á andstaða við vexti og okur á náunganum sér djúpar rætur í kristinni trú. Heilagur Tómas Aquinias, einn helsti kennismiður kirkjunnar, velti málinu töluvert fyrir og sótti ekki aðeins í Biblíuna, heldur líka í hugmyndir hins heiðna heimspekings Aristótelesar, sem taldi ávöxtun fés ganga í berhögg við náttúrulögmálin sjálf - peningar væru dauður hlutur og það væri ónáttúrulegt að þeir fæddu af sér afkvæmi; að auðgast í krafti vaxta væri því óeðlilegt með öllu. Mörg hundruð árum seinna, tók Marteinn Lúther í sama streng. Hann taldi að kristnir menn ættu að lána fé til að hjálpa náunga sínum, ekki til að græða sjálfir. Lán væru aðeins góðverk ef það bæri ekki vexti, allt annað væri okur. Og Lúther hafði sterkar skoðanir á okri: „Að Kölska sjálfum undanskildum er enginn óvinur verri en okrarinn, því hann þráir að drottna yfir öllum öðrum. Tyrkir, vígamenn og harðstjórar eru einnig illmenni, en jafnvel þeir eru miskunnsamir miðað við okrarann sem lætur sig dreyma um gjöreyðingu heimsins, svo að alla hungri, alla þyrsti og allir þjáist, þeir verði þrælar hans í neyð sinni og þurfi að treysta á okrarann sem hann væri Drottinn sjálfur á himnum.” Í verki sínu, Hinum guðdómlega gleðileik, staðsetti ítalska skáldið Dante Alighieri okrara neðar í helvíti en morðingja og guðlastara. Hann taldi synd þeirra vera þá að þeir legðu ekki neitt af mörkum til samfélagsins, og stæðu bókstaflega í vegi þess að aðrir kæmust nær Guði með góðum verkum, með því að hæðast að- og spilla allri annarri vinnu. Hann gekk svo langt að kalla vaxtaokur “stórkostlega skilvirkt ofbeldi þar sem hægt er að valda sem mestum skaða með minnstu áreynslu.” Það er merkilegt hversu róttækar, eða jafnvel fráleitar þessar hugmyndir virðast okkur í dag, þó þær hafi verið almennt viðurkenndar og lögfestar um alla Evrópu hér áður fyrr. En hvers vegna ætli það sé? Eflaust vegna þess að okraranum tókst hið ómögulega - að velta Guði úr sessi í hugum flestra landsmanna. Hann drottnar yfir samfélaginu í krafti hjátrúar þar sem peningar og neysla eru skurðgoð, hagfræðigröf opinberanir, og bankar musteri. Þeir eru jú flestir hærri en kirkjuturnar í dag, og Íslendingar bíða í ofvæni eftir tilkynningum seðlabankastjóra eins og um páfann sjálfan væri að ræða. Hverjar eru afleiðingarnar? Hagkerfið á Íslandi er keyrt áfram með óhóflegri skuldsetningu með tilheyrandi vöxtum. Peningar okraranna vaxa eins og gull undir lyngormi, og skepnan öll með; samfélagið allt, frá einstaklingum sem taka lán til að fjármagna lífsnauðsynjar sem og ónauðsynlega einkaneyslu, fyrirtæki sem skuldsetja sig til að þenja sig út fyrir alla skynsemi, og síðan ríkið sjálft sem hefur skuldsett sig svo rækilega að einn stærsti útgjaldaliður þess eru vaxtaafborganir. Afborganir sem hinn almenni borgari þarf síðan að borga fyrir með annaðhvort skertum lífsgæðum í formi verri þjónustu og/eða hærri sköttum. Síðan er það skrattinn sjálfur úr sauðarleggnum: afborganir á húsnæðislánum í Evrópu eru aðeins hærri í Rússlandi og Úkraínu en á Íslandi í dag. Hvað er hægt að kalla það annað en heimatilbúið stríðsástand? Lúther hafði greinilega heilmikið til síns máls þegar hann líkti okrurum við vígamenn og harðstjóra. Það er eflaust erfitt fyrir marga að ímynda sér annað ástand en þetta, enda er þessi hjátrú rótgróin í samfélaginu. Svo margslungin, að heilu deildir háskólanna æla útúr sér jakkafataklæddum falsspámönnum, hvers eina hlutverk er að verja þetta mannfjandsamlega kerfi. Öll æðsta stjórnsýsla ber þess merki að þeir sem séu næstir hinum nýja guði séu í hvað mestum metum. Ásgeir Jónsson, sem fullvissaði okkur kortéri fyrir hrun sem aðalhagfræðingurKaupþings, að orðrómur um slæma stöðu íslensku bankana væri eintóm móðursýki, var hækkaður í tign og ráðinn sem yfirtraðkari okurveldisins. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er auðmaður úr viðskiptalífinu sem fyllist helst miklum trúarhita þegar hann ræðir einkavæðingu banka. Nýkjörinn forseti okkar, Halla Tómasdóttir var ein helsta klappstýra hjáguðsins fyrir hrun sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, áður en hún flúði land og gerðist einhverskonar sérfræðingur í „ábyrgum kapítalisma” í Bandaríkjunum. Hún hefur nú snúið aftur til að boða hið nýja fagnaraðerindi, með alla helstu Dale Carnegie frasa og framkomu á hreinu, beint frá því landi hvers þjóð hefur stigið hvað trylltastan dans í kringum gullkálfinn, svona ef ske kynni Íslendingar þyrftu frekari leiðsögn í þeim efnum. „Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?” spurði Benedikt XVI. páfi í París haustið 2008, aðeins nokkrum dögum áður en íslensku bankarnir hrundu með tilheyrandi grát og gnístran tanna.Það má alveg spyrja að þessu aftur í dag, sextán árum seinna. Höfundur er listamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Vextir niðurlægja og drepa. Vextir eru grafalvarleg synd. Þeir myrða, þeir traðka á mannlegri reisn, ala á spillingu, og standa í vegi almennrar velmegunar.” Svo mælti hans heilagleiki Frans páfi, reyndar ekki á Íslandi 2024, þó það væri vel við hæfi, heldur á fundi kaþólskra góðgerðarsamtaka sem aðstoða fólk sem hefur lent illa undir okurvöxtum. Hér tjáði páfi sig á sama hátt og kaþólska kirkjan hefur raunar alltaf gert, enda á andstaða við vexti og okur á náunganum sér djúpar rætur í kristinni trú. Heilagur Tómas Aquinias, einn helsti kennismiður kirkjunnar, velti málinu töluvert fyrir og sótti ekki aðeins í Biblíuna, heldur líka í hugmyndir hins heiðna heimspekings Aristótelesar, sem taldi ávöxtun fés ganga í berhögg við náttúrulögmálin sjálf - peningar væru dauður hlutur og það væri ónáttúrulegt að þeir fæddu af sér afkvæmi; að auðgast í krafti vaxta væri því óeðlilegt með öllu. Mörg hundruð árum seinna, tók Marteinn Lúther í sama streng. Hann taldi að kristnir menn ættu að lána fé til að hjálpa náunga sínum, ekki til að græða sjálfir. Lán væru aðeins góðverk ef það bæri ekki vexti, allt annað væri okur. Og Lúther hafði sterkar skoðanir á okri: „Að Kölska sjálfum undanskildum er enginn óvinur verri en okrarinn, því hann þráir að drottna yfir öllum öðrum. Tyrkir, vígamenn og harðstjórar eru einnig illmenni, en jafnvel þeir eru miskunnsamir miðað við okrarann sem lætur sig dreyma um gjöreyðingu heimsins, svo að alla hungri, alla þyrsti og allir þjáist, þeir verði þrælar hans í neyð sinni og þurfi að treysta á okrarann sem hann væri Drottinn sjálfur á himnum.” Í verki sínu, Hinum guðdómlega gleðileik, staðsetti ítalska skáldið Dante Alighieri okrara neðar í helvíti en morðingja og guðlastara. Hann taldi synd þeirra vera þá að þeir legðu ekki neitt af mörkum til samfélagsins, og stæðu bókstaflega í vegi þess að aðrir kæmust nær Guði með góðum verkum, með því að hæðast að- og spilla allri annarri vinnu. Hann gekk svo langt að kalla vaxtaokur “stórkostlega skilvirkt ofbeldi þar sem hægt er að valda sem mestum skaða með minnstu áreynslu.” Það er merkilegt hversu róttækar, eða jafnvel fráleitar þessar hugmyndir virðast okkur í dag, þó þær hafi verið almennt viðurkenndar og lögfestar um alla Evrópu hér áður fyrr. En hvers vegna ætli það sé? Eflaust vegna þess að okraranum tókst hið ómögulega - að velta Guði úr sessi í hugum flestra landsmanna. Hann drottnar yfir samfélaginu í krafti hjátrúar þar sem peningar og neysla eru skurðgoð, hagfræðigröf opinberanir, og bankar musteri. Þeir eru jú flestir hærri en kirkjuturnar í dag, og Íslendingar bíða í ofvæni eftir tilkynningum seðlabankastjóra eins og um páfann sjálfan væri að ræða. Hverjar eru afleiðingarnar? Hagkerfið á Íslandi er keyrt áfram með óhóflegri skuldsetningu með tilheyrandi vöxtum. Peningar okraranna vaxa eins og gull undir lyngormi, og skepnan öll með; samfélagið allt, frá einstaklingum sem taka lán til að fjármagna lífsnauðsynjar sem og ónauðsynlega einkaneyslu, fyrirtæki sem skuldsetja sig til að þenja sig út fyrir alla skynsemi, og síðan ríkið sjálft sem hefur skuldsett sig svo rækilega að einn stærsti útgjaldaliður þess eru vaxtaafborganir. Afborganir sem hinn almenni borgari þarf síðan að borga fyrir með annaðhvort skertum lífsgæðum í formi verri þjónustu og/eða hærri sköttum. Síðan er það skrattinn sjálfur úr sauðarleggnum: afborganir á húsnæðislánum í Evrópu eru aðeins hærri í Rússlandi og Úkraínu en á Íslandi í dag. Hvað er hægt að kalla það annað en heimatilbúið stríðsástand? Lúther hafði greinilega heilmikið til síns máls þegar hann líkti okrurum við vígamenn og harðstjóra. Það er eflaust erfitt fyrir marga að ímynda sér annað ástand en þetta, enda er þessi hjátrú rótgróin í samfélaginu. Svo margslungin, að heilu deildir háskólanna æla útúr sér jakkafataklæddum falsspámönnum, hvers eina hlutverk er að verja þetta mannfjandsamlega kerfi. Öll æðsta stjórnsýsla ber þess merki að þeir sem séu næstir hinum nýja guði séu í hvað mestum metum. Ásgeir Jónsson, sem fullvissaði okkur kortéri fyrir hrun sem aðalhagfræðingurKaupþings, að orðrómur um slæma stöðu íslensku bankana væri eintóm móðursýki, var hækkaður í tign og ráðinn sem yfirtraðkari okurveldisins. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er auðmaður úr viðskiptalífinu sem fyllist helst miklum trúarhita þegar hann ræðir einkavæðingu banka. Nýkjörinn forseti okkar, Halla Tómasdóttir var ein helsta klappstýra hjáguðsins fyrir hrun sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, áður en hún flúði land og gerðist einhverskonar sérfræðingur í „ábyrgum kapítalisma” í Bandaríkjunum. Hún hefur nú snúið aftur til að boða hið nýja fagnaraðerindi, með alla helstu Dale Carnegie frasa og framkomu á hreinu, beint frá því landi hvers þjóð hefur stigið hvað trylltastan dans í kringum gullkálfinn, svona ef ske kynni Íslendingar þyrftu frekari leiðsögn í þeim efnum. „Hafa ekki fé, og ágirnd í eigur, afvegaleitt manninn og byrgt honum sýn, hafa nútímamenn ekki gert sér skurðgoð úr peningum og völdum?” spurði Benedikt XVI. páfi í París haustið 2008, aðeins nokkrum dögum áður en íslensku bankarnir hrundu með tilheyrandi grát og gnístran tanna.Það má alveg spyrja að þessu aftur í dag, sextán árum seinna. Höfundur er listamaður
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun