Groningen var í vandræðum með gestina fyrst um sinn og lenti undir þegar framherjinn Thom van Bergen ætlaði að aðstoða við varnarvinnu en setti boltann óvart í eigið net.
Áfram var Feyenoord með yfirhöndina og sigurinn virtist tryggður þegar Igor Paixao skoraði annað markið á 70. mínútu.
Brynjólfur Darri var hins vegar ekki á þeim buxunum og leiddi endurkomu heimamanna. Hann var nýkominn inn af bekknum, minnkaði muninn með laglegu skoti rétt fyrir utan teig og jafnaði leikinn svo á fyrstu mínútu uppbótartíma eftir fyrirgjöf á fjærstöngina frá Finn Stam.
Groningen er því nú með 10 stig og í 4. sæti deildarinnar en búið að spila einum fleiri leik en liðin í kring. Feyenoord hefur unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og situr í 6. sætinu.
